Thursday, May 26, 2011

Kirsuberjadalurinn Forlí

Eyrún og litli bróðir

 É arrivata l'estate, finalmente..
 
Maí er búinn að líða svo hratt, þetta er búinn að vera klikkaður mánuður. Sumarið er komið í allri sinni dýrð, meira en 30° stiga hiti alla daga og næstum því ómögulegt að vera innandyra. Dagarnir fara helst í langa hjólatúra um borgina, sólbað í uppáhalds almenningsgarðinum og í að borða tonn af ís með besta fólkinu. Lífið er yndislegt.

Ég hef reyndar verið alltof upptekin við að læra fyrir minn smekk. Ég lét ítölskukennarann minn plata mig út í að taka einhver próf, sem samsvara líklegast samrændu prófunum heima, og eru skylda fyrir þá sem vilja ítalskan ríkisborgararétt. Allir voru voða hrifnir af því að ég næði mér í ítalska diplómu, nema ég auðvitað. Það var samt ágætis tilbreyting að læra aðeins, þótt að lærdómurinn hafi helst farið fram úti í sólbaði með góðum vinum með fersk jarðaber sem að við kaupum á yndislega grænmetismarkaðnum, og kirsuber sem við stelum af trjám hjá fólki (því að kirsuber eru víst betri þegar þau eru stolin). 



 Eurovision-helgina, ákvað ég að byrja helgina snemma (á laugardegi semsagt) og skrópa í skólann, og skellti mér til Bologna á skiptinema-hitting þar sem var spilaður olsen-olsen við dana og paragvæana efst upp í Bologna-turninum, haldið í leit af dönsku marmelaði og síðst en ekki síst - ótrúlegir fótboltahæfileikar mínir sýndir í æsispennandi fótboltaleik við strákana í hvorki minna né meira en 4 klukkutíma í 30° stiga hita - ég dó. 
En svo keyptu þeir ís handa mér svo að ég fyrirgaf þeim morðið.

Líklegast eina myndin sem var tekin þann daginn, vantar helminginn samt

 Um kvöldið var svo gist í Cesena heima hjá Francisco og haldið smá kósý Eurovision partý, og morguninn eftir var haldið aftur til Pisa með Dheu, Francisco, William og þeirra fjölskyldum. Þetta eru náttúrulega mestu kjánarnir og fjögurra tíma bílferðin til baka var svo sannarlega sú skemmtilegasta sem ég hef nokkurntímann farið í.

Pisa er auðvitað alltaf jafn yndisleg borg, þótt að ísinn sé betri hérna heima í Forlí. Ég held að ég geri það að hefð að klífa upp turn í öllum borgum sem ég fer til, gefur manni miklu betra útsýni yfir borgina og svo er það frábær hreyfing. Komum við í litlu borginni Lucca þar sem ég dró alla dauðþreytta með mér upp annan turn áður en það byrjaði að rigna og við drifum okkur heim með fulla poka af sykruðum möndlum og rauðum lakkrís. 











Besta fólkið :) 







Lífið er yndislegt. 







Sætasti bekkurinn minn :)






4 comments:

  1. Vá hvað það er gaman hjá þér :) Smá öfund í gangi hér :) Haltu áfram að njóta lífsins litla sys :)

    ReplyDelete
  2. „Dagarnir fara helst í langa hjólatúra um borgina, sólbað í uppáhalds almenningsgarðinum og í að borða tonn af ís með besta fólkinu. " ....æj Eyrún þurftiru? Þetta hljómar sko aaaalls ekki illa!! Ég mun upplifa þetta með þér einn daginn! :)
    Hlakka til að sjá þig í Júlí! :*

    ReplyDelete
  3. Elsku Eyrún
    svo mikil öfund hérna megin.
    Njótu þess sem þú átt eftir og gerðu
    allt það sem þig langar að gera á meðan þú getur.
    Mundu það að morgun stund gefur gull í mund hahah
    endalausir kossar og knúsar á þig og endalaus mikil ást á þig líka :*

    ReplyDelete
  4. Vá hvað ég var hissa þegar ég fór inn á bloggið þitt - bjóst engan veginn við bloggi þar sem að ég er ekki búin að tuða neitt í þér! Hahaha

    En það lítur allt út fyrir að það sé ótrúlega gaman hjá þér og ég viðurkenni það nú svo sem alveg að það er smá öfund.... en bara smá haha!

    Strax farin að hlakka til Ítalíuferðarinnar okkar sem við vorum að plana um daginn! Það verður nú eitthvað...

    Njóttu þín vel það sem eftir er :) Það er svo stutt eftir! Vííí, ég hlakka til að þú komir heim! Ég er sko búin að plana "velkomin heim" hitting, ef þú vildir vita það.

    Kossar og knús :*

    ReplyDelete