Wednesday, June 29, 2011

Ho visto un posto che mi piace si chiama Mondo..

Síðasta afs-campið 16-19.júní


 Loksins, loksins, loksins.. fékk ég að fara á camp með hinum krökkunum í Emilia-Romagna. Næstum því 70 skiptinemar föst í litla þorpinu Monteombraro í fjöllunum fyrir utan Modena í 4 daga. Yndislegt, getum við verið hérna í viku? Jafnvel tvær.
Það er nefnilega það besta í heimi að vera með hinum skiptinemunum. Suma hef ég þekkt frá því í að við komum hingað og myndað sterk tengsl við, öðrum hef ég kynnst á leiðinni og enn aðra var ég að hitta í fyrsta skipti en mér líður samt eins og ég hafi alltaf þekkt þau. Ég veit að ég er að endurtaka mig en tengslin á milli skiptinema eru virkilega einstök, tilfinningin um að vera hluti af þessum hóp þar sem allir eru til staðar fyrir alla sama hvað gerist, vináttur sem vara að eilífu verða til einum degi og manneskjunni sem situr hliðina á þér í kvöldmatnum er treyst fyrir þínum dýpstu leyndarmálum.
Afhverju?  Vegna þess að við erum öll að ganga í gegnum sömu hlutina, við erum að lifa sömu lífsreynslunni og það er alltaf hægt að vera viss um að hinir skiptinemarnir viti hvað þú ert að ganga í gegnum og hvernig þér líður einfaldlega vegna þess að þau eru að ganga í gegnum nákvæmlega sömu hlutina og þeim líður nákvæmlega eins. Það er þessi skilningur og samkennd sem gerir hópinn svona sterkann og náinn og ekki skrítið að við höfum mörg grátið úr okkur augun þegar við kvöddumst á Bolonga-lestarstöðinni eftir aðeins 4 daga saman, því að jafnvel þótt að við munum flest sjást aftur og þótt að við eigum einn dag og eina nótt saman í Róm áður en við þurfum að fara heim þá var þetta í síðasta skipti sem að við verðum öll saman og að þetta ár okkar er á enda.

Campið var samt æðislegt. Ég held að ég hafi sofið í svona 3 tíma yfir þessa 4 daga, þótt að ég hafi reyndar bætt það upp með 17 tíma svefni þegar ég kom heim. Það var bara skellt sér í sturtu og drukkið skál(já í alvöru skál) af kaffi á hverjum morgni til að koma í veg fyrir svefninn, tíminn er bara of verðmætur til að eyða honum í svefn! Svo eyddum við einum deginum í þessari æðislegu sundlaug þar sem að vatnshelda myndavélin mín sló heldur betur í gegn.

"Maður á að vera ljótur á undirvatns-myndum"

















Dagarnir voru allavega teknir snemma, fullir af allskonar verkefnum og mörgum mjög sorglegum sem voru hluti af því að undirbúa okkur fyrir heimkomuna.  Þið sem þekkið mig, vitið að ég þoli ekki óréttlæti. Eitt verkefnið var einmitt um óréttlæti og litla 13 manna hópnum mínum var skipt upp í tvo hópa, einum með níu og öðrum með 4 krökkum í.. þar á meðal mér. Stóri hópurinn fékk alla þá hjálp sem þau vildu og allt sem þau þurftu til að vinna verkefnið á meðan við hin sátum þarna með ekkert. Ég læt náttúrulega ekki bjóða mér svona og eftir 20 mínútur af brjálaðri vinnu með reiðinna í suðumarki sprakk ég, og viti menn.. hinn hópurinn hafði ekki einu sinni tekið eftir því hversu ósanngjarnlega var skipt í hópanna. Ég held að ég hafi líka kennt hinum í hópnum mínum góða lexíu með skömmunum sem ég lét hrynja yfir þau og sjálfboðaliðana. Ég var ansi reið, en ég lærði líka mjög mikið. Þessi verkefni og leikir hjá AFS hafa nefnilega alltaf tilgan og meika svo mikinn sens eftir á.

"Kæra framtíðar-Ég.."

Eitt kvöldið létu þau okkur öll kveikja á kerti fyrir eitthvað gott sem hefur gerst á árinu, og slökkva á einu fyrir eitthvað slæmt sem gerðist. Við vorum líka látin skrifa bréf til okkar eigin framtíðarsjálfs sem að AFS ætlar svo að senda til okkar seinna. Verst var samt þegar þau létu okkur leggjast niður í myrkrinu og lásu fyrir okkur "sögu".



Við áttum að ímynda okkur heimkomuna. Fyrst að kveðja alla hér, kveðja skiptinemanna í Róm, stíga um borð í flugvélina, að við sætum í eldhúsinu heima og svo að við sætum í rúminu okkar. Það var svo auðvelt að ímynda sér aðstæðurnar, en svo erfitt að ímynda sér tilfinningarnar! Skrítnast í heimi.
Næturnar voru samt skemmtilegastar! Latínóin kenndu okkur hinum að dansa, og svo voru hin ýmsu partý í herbergjunum. Fyrsta kvöldið fór ég með finnsku sálufélugunum mínum og strákum frá Austurríki, Danmörku og Argentínu í ævintýraleit og könnunarleiðangra. Það þýðir auðvitað að við fórum að leita upp "slúðrið" flissandi eins og smástelpur, verstu læðupúkar í heimi.


Síðasta kvöldið var samt best, fyrst var "hæfileika"keppnin sem var fyndnust í heimi, þar sem við Jóhannes (hinn íslenski skiptineminn í Emilia-Romagna) sýndum góða takta og sungum Krummi svaf í klettagjá.. sem var líklegast ófyndnasta atriði kvöldsins, en ákaflega vel heppnað engu að síður! Ég vakti auðvitað alla nóttina, fór upp á þak og horfði á sólarupprásina með góðum vin áður en við gáfumst upp og sofnuðum í stól í kertaherberginu í rúman hálftíma áður en ég reif mig upp í sturtu og fékk mér svo ÞRJÁR skálar af kaffi í morgunmat.

Landi og þjóð til sóma..


Sparibrosið




Sæta fólkið :)

Kveðjustundin á lestarstöðinni í Bologna var hræðileg. Hvernig verður þetta í Róm? Krakkarnir í hálfsárs-prógramminu verða ekki á sama hóteli og við í Róm og því var að ég að kveðja marga góða vini fyrir fullt og allt. Ég og bandarísk vinkona mín störtuðum einmitt grátkórnum áður en við lögðum á stað frá campinu, og hættum varla alla leiðina. Þetta eru krakkar sem ég mun aldrei gleyma, og ég hlakka til að ferðast um heiminn til að heilsa upp á þau og vonandi að hittast hér á Ítalíu í framtíðinni. Þau hafa verið ótrúlega stór hluti af reynslunni, og lífið hér hefði sannarlega verið ömurlegra án þeirra.


Ísland-Tæland-Kólumbía-Þýskaland með sæta verkefnið okkar sem að við gerðum í október

Það sem eftir er af litli Jesi-Camp hópnum


Gráti grát


Grátkórinn sjálfur á hæfileikakeppninni 


The Golden Year


A year has passed and now you stand on the brink of returning to a world where you will be surrounded by the paradox of everything and yet nothing will be the same.

Soon, you will reluctantly give your hugs, fighting back the tears, say goodbye to the people who were once just names on a sheet of paper

to return to the people that you hugged and fought tears to say goodbye to before you ever left.

You will leave your best friends to return to your best friends.

You will return to where you came from and you'll return to doing the same things you did last summer and all the summers before.

You will arrive in town on that same familiar road, and even though months have passed it will seem like only yesterday.

When you step into your old bedroom, all your emotions will pass through you as you reflect on how much your life has changed and the person you have become.

You will suddenly understand that the things that were most important to you a year ago don't seem to matter so much anymore, and that the things you hold highest now, no one at home will completely understand.

Who will you call first?

What will you do your first weekend home with your friends?

Where are you going to work?

Who will be at the party saturday night?

What has everyone been up to in these past months?

Who from school will you still keep in touch with?

How long before you actually start missing people barging in without knocking or calling?

Then you start to realize how much things have changed, and you understand that the hardest part about being an exchange student is knowing how to find a balance between the two completely different worlds in which you now live, trying desperately to hold onto everything all the while, trying to figure out what you have to leave behind.

You know what true friendship means.

You know whom you have kept in touch with over the past year and whom you hold dearest in your heart.

You've left your world to deal with the real world.

You had your heart broken, you fell in love, you helped your best friend overcome their problems, depression, stress, death...

You lit candles at the grotto and stayed up all night just to talk to a friend in need.

There have been times when you felt helpless being so far away from home, knowing your family or your friends needed you, and there have been times when you know you have made a difference.

Soon you will leave

Soon you will take down your pictures and pack up your clothes. No more endless hours walking around aimlessly. You will leave your friends who's random e-mails and phone calls will make you laugh and cry this summer, and hopefully years to come. You will take your memories and dreams and put them away for now, saving them for when you return to this world.

Soon you'll arrive at home. Soon you'll unpack your bags and eat dinner with your family. You will go over to your best friends house and do nothing for hours on end. You will return to the same friends whose random e-mails and phone calls have brought you to laughter and tears this year. You will unpack old dreams and memories that have been put away this past year.

Soon you will dig deep inside to find the strength and conviction to adjust to change and still stay close to everyone. And somehow, in some way, you will find your place between these two worlds.
Are you ready?

Thursday, June 16, 2011

Endirinn

          Síðustu skóladagarnir voru.. skrítnir. 

Ég hugsaði í sífellu að þetta væri la fine, endirinn. Það er sorglegt að hugsa til þess að ég muni aldrei aftur vera nemandi í þessum skóla, að ég muni aldrei aftur eiga heima hérna. Ef ég kem aftur, kem ég bara í heimsókn. Það var aldrei erfitt að fara frá Íslandi, ég vissi alltaf að ég kæmi aftur heim og þó að ýmislegt myndi breytast væri þar alltaf gamla lífið bíðandi eftir mér. En hérna er ég virkilega að kveðja fyrir fullt og allt. Og það er erfitt.


         Krakkarnir í skólanum voru yndisleg og gerðu síðustu daganna sannarlega ógleymanlega. Það var mikið flissað, mikið hlegið og hlaupið um ganganna í einhverjum kjánaskap. Elsku greyin reyndu svo að undirbúa óvænta veislu handa mér síðasta daginn, og fengu strákarnir í bekknum það hlutverk að halda mér frammi á göngunum á meðan hinir skipulögðu viðburðinn. Það var frekar augljóst að sjá í gegnum þetta, enda bara það að kennarinn gæfi þeim leyfi til að vera framm í tíma mjög grunsamleg. Pollarnir mínir fengu því mikla fræðslu um hina svokölluðu 'deitmenningu' íslendinga, sveitaböll og útihátíðir meðan við gengum hringi á íþróttavellinum í steikjandi hita, pirruðum konurnar sem vinna í sjoppunni og prufuðum allar týpur af sætindum og nammi eru seldir þar. Það má því búast við allavega þremur ítölskum herramönnum í heimsókn bráðlega að upplifa sveitaböll og alvöru djamm, óþarfi að þakka mér.

Næst-síðasti skóladagurinn, 10.júní takk fyrir, var sá besti. Kennararnir töluðu ekki um annað en hvað að lífið yrði nú tómlegt án litla íslendingsins, knúsuðu mig og kysstu, og svo fékk ég auðvitað nokkrar bækur í gjöf. Sögu/ítölsku/bókmenntakennarinn gaf mér bók eftir Leopardi(google it) þar sem er kafli um íslending sem ferðast um allann heiminn í leit að stað þar sem að náttúran er ekki slæm(því að allstaðar er alltof kalt eða alltof heitt) og ítölskukennarinn gaf mér dagbók til að skrifa um 'framtíðarævintýri' mín í. Eftir skóla fórum við svo nokkrar stelpur saman með listasögukennaranum á safn með verkum eftir Merlozzo, sem var listamaður frá Forlí sem hafði mikil áhrif á Rafael og Michelangelo meðal annars.
Um kvöldið fór ég svo út að borða með tveimur uppáhaldsbekkjunum mínum, 4F og 4E. Það vildi svo skemmtilega til að lokaársnemarnir og kennararnir voru úti að borða á sama stað, svo að við notuðum auðvitað tækifærið til að hafa aðeins meiri læti en nauðsynlegt var og auðvitað að taka myndir með uppáhaldskennurunum. Mikið flissað og mikið rætt um íslenska goðafræði, merkilegt hvaða vitneskju fólk safnar að sér.

Síðasti skóladagurinn var óskaplega sorglegur. Krakkarnir voru búnir að skipuleggja smá veislu fyrir okkur bekkinn og allir komu með eitthvað gott að borða, og auðvitað bakaði ég kanilsnúða. Ég hljóp svo út um allann skólann í leit að kennurunum mínum til að gefa þeim gjafir, en ég keypti bækur eftir Arnald Indriðason handa þeim öllum, á ítölsku auðvitað. Annars fór tíminn aðallega í að borða, hlæja og taka myndir. - Þangað til að krakkarnir komu með gjöfina mína, þá fór ég að gráta, og hágráta.
4E gaf mér stórt karton þar sem að þau höfðu öll skrifað nöfnin sín og einhverja minningu, og 4F gaf mér hvítann stuttermabol sem skrifað var á We <3 Eyrún og nöfnin þeirra og sæt skilaboð á bakið. Eftir skóla fórum við svo saman að kaupa ís áður en við kvöddumst, svo er bara um að gera að nota þennan litla tíma sem er eftir til að kveðjast almennilega.
Elsku besti bekkurinn minn, ég á eftir að sakna þeirra svo mikið.

Nóg í bili, ég ætla að reyna að vera að dugleg að blogga aðeins um síðasta spölinn, bara 25 dagar þangað til að ég kem til Íslands og í að allri bloggvitleysu ljúki í bili.
Í fyrramálið er það bara lokacampið hjá AFS í Modena, og eftir það eru bara örfáir dagar og allir troðfullir af plönum.


Of mikið af gera, of lítill tími.


Ástarkveðjur,
Eyrún


















        

Saturday, June 11, 2011

Borgin eilífa

Nú fer að líða að heimför, rétt um mánuður eftir og allt of mikið sem mig langar að gera en enginn tími.

         Þann 2.júní,  eftir að hafa klárað ótrúlega stressandi prófin mín, fór ég með fjölskyldunni minni til Rómar í fjóra daga. Dagarnir voru þaulskipulagðir og reynt að skoða flest sem best þessa daga.
Það þarf varla að taka það fram að ég á ennþá eftir að sjá ótalmargt, og vil helst snúa aftur sem fyrst.
Ég nenni ekki að vera að skrifa of mikið, heldur læt myndirnar bara tala.


Piazza di Spagna






Fjölskyldan










Emperor for a day