Eyrún

Um mig


Ég heiti Eyrún Baldursdóttr og á heima í Borgarnesi. Ég er að fara út sem skiptinemi til borgarinnar Forlí á Norður-Ítalíu. Ég er 17 ára, fædd þann 13.apríl 1993. Ég á þrjár eldri systur, mömmu og pabba, og 9 litla
frændur og frænkur. Ég er í Menntaskóla Borgarfjarðar á náttúrufræðibraut og vinn í Hyrnunni. Ég æfi söng og spila á fiðlu en fyrir utan það er ég frekar löt. Bara róleg stelpa sem elskar tónlist, vinina, bækur, dýr og útivist.


Það var aldrei planið að fara til Ítalíu, England heillaði alltaf, og líka í Suður-Afríka. Dómíníska Lýðveldið hljómaði nú ekki svo slæmt, eða allavega ekki fyrir mér.. pabba leyst nú ekkert á það. Þá rak ég augun bara allt í einu í Ítalíu, og þegar ég var aðeins búin að lesa mér til um prógrammið þar og landið varð ég bara ÁSTFANGIN, held að þetta sé bara akkúrat landið fyrir mig.