Árið á Ítalíu

Wednesday, August 4, 2010

 

Fyrsta bloggið

Hæhæ, nú er rúmlega mánuður þangað til að ég fer út til Ítalíu þannig að mér fannst vera kominn tími til þess að búa til bloggsíðu, þannig að þið greyin getið fylgst með mér meðan ég er úti.

Ég er sem sagt að fara til borgarinnar Forlí í héraðinu Emilia-Romagna á Norður-Ítalíu, en hún er til dæmis fæðingarstaður Mussulinis sem var einræðisherra á Ítalíu hérna í den. Fjölskyldan mín heitir Pullara og samanstendur af þeim Ignazio(pabbanum), Anna Maria(mömmunni) og strákunum Andrea(91') og Fabio(93')

En nóg í bili þar sem ég er ekki komin með skóla né ferðaáætlun.  Skelli bara inn einni mynd af borginni. :)

____________________________________________________

Friday, August 6, 2010


Nokkrir frasar :)

Þetta er kannski meira fyrir mig en nokkurn annan, en mér datt í hug að skella þessu hingað.


Ciao - Hello/bye

Buon giorno - Good morning
Buon pomeriggio - Good afternoon
Sýnir Forlí, héraðið en ekki borgina! :)
Buona sera - Good evening
Buona notte - Good night
Arrivederci - Good bye
Come stai ? - How are you ?
Mi chiamo .. - My name is ..
Grazie/Prego -Thank you/ You are welcome
Si/No/Forse - Yes/No/Perhaps
Mi scusi - Excuse me
Ho....Anni - I am .. years old
Aiuto! - Help!
Che ora é ? - What time is it ?
lo non parlo italiano - I don´t speak Italian
Non capisco - I don´t understand
Parla Piano - Talk slowly
Dove é.. - Where is
Per favore - Please
Salute - Cheers
Uscita - Exit
Bagno - Toilet
Ho fame - I´m hungry
Basta! - Enough!
Sono Stanco(M)/Sonostanca(F) - I´m tired

Núna 35 dagar í að ég fari út, og ég er ekki komin með skóla, sem að mér finnst í meira lagi óþægilegt! Týpískt að ég endi í einhverjum scientifico skóla með stærðfræðibrjáluðu fólki! Svo er ég líka að reyna að skipuleggja tímann sem ég á eftir hérna á Íslandi. Ég þarf til dæmis að fara að drífa í þessu bílprófi, lækna maccann minn, fá mér nýtt vegabréf og reyna að koma kveðjupartýi fyrir bæði vini og fjölskyldu, svona á milli þess sem maður vinnur myrkranna á milli til að eiga einhvern pening til að eyða þarna úti! Je minn!

Annars líst mér alltaf betur og betur á fóstufjölskylduna mína. Fósturmamma mín, hún Anna Maria er svo elskuleg og segist hlakka svo mikið til að eiga dóttur.Yndislegt að tala við þessa konu! Ignazio(pabbinn) er alltaf að hvetja mig til að læra ítölskuna betur, og að það sé það mikilvægasta. Þau tala enga ensku, svo að það er líka eins gott fyrir mig að læra eitthvað. :)  Svo er víst strönd 20 km frá borginni og bræður mínir eyða víst miklum tíma þar, bara gaman! :)

Læt vita þegar ég er komin með skóla og ferðaáætlun.

Ciao 

___________________________________________________

Thursday, September 2, 2010

Komin með skóla

Ég er loksins komin með upplýsingar um skólann sem ég mun vera í úti. Hann heitir Istituto scolastico Saffi (The Institute of Superior Instruction) og er 5 ára skóli þar sem boðið er upp á allar gerðir náms, þ.e. classical, scientific, pedagogical, technical og fleira. Ég hef samt ekki fengið neinar upplýsingar um hvað ég er nákvæmlega að fara að læra,  Liceo Classico hljómar mjög spennandi en þar er áhersla lögð á latínu, forngrísku, ítölsku, sögu og heimspeki. Liceo Scientifico hljómar alls ekki jafn spennandi!  Ég er líka komin með trúnaðarmann, hún heitir Carlotta og á heima rétt fyrir utan Forlí. Hún er fædd 91' og var skiptinemi á Íslandi. Það verður örugglega rosa gott að hafa hana, bæði til að hjálpa með ítölskuna og svo með allt annað. Hún hefur verið á Íslandi þannig að hún skilur hvaðan ég er að koma, og getur hjálpað mér að aðlagast rosalega vel. Svo er líka frábært að hafa einhvern til að hanga með svona fyrst!

Tíminn er samt búinn að líða svo ótrúlega hratt, það eru bara 8 dagar í að ég verði á Ítalíu! Það er kominn smá spenningur, og kvíði í mig. Þetta er bara svo ótrúlega skrýtin tilfinning að vita það að ég sé að fara að yfirgefa Borgarnes, og Ísland í næstum ár. Engin norðurljós? Það verður samt svo gott að komast út, og sleppa aðeins frá öllu. Prufa eitthvað nýtt og kynnast sjáfri mér, og heiminum aðeins. Samt skrýtin tilfinning, að vita að maður eigi eftir að sakna alls, meira segja litlu hlutanna sem fara í taugarnar á manni. Að fara að heiman, það er rosalega skrýtin tilfinning. 
______________________________________________________________________

Thursday, September 16, 2010

Ferðin út og komunámskeiðið


Alveg komin tími til að ég láti vita af mér, ekki satt?

    Ég er komin á leiðarenda,  á via Treves 4, Forlí. Veðrið er búið að vera rosalega gott, nema hvað að 13.september fékk ég minn fyrsta skammt af hellidembu og þrumum. Og það var sko ekki nein smá rigning!

    Ferðin út gekk rosalega vel, Elín Ósk gisti hjá mér síðustu nóttina þar sem við horfðum á Sex and the City áður en að við sofnuðum, en það var nú ekki mikill svefn þar sem að við þurftum að leggja af stað heiman kl. 4 um morguninn. Við vorum komin út á flugvöll um 6 leitið ég, Elín, mamma og pabbi þar sem að við fundum hina skiptinemana. Ég tjékkaði mig inn og svo var kvatt foreldrana, ég verð nú að viðurkenna það að mig langaði svoldið að gráta. Elsku mamma og pabbi, og auðvitað Elín. Ótrúlega mun ég sakna þeirra! Þegar var komið inn í flugstöð fengum við okkur morgunmat (síðasta kókómjólkin mín í 10 mánuði!), svo ætlaði ég að reyna að kaupa mér síma, þar sem að minn er ónýtur, en fann nú ekki neinn flottann á góðu verði.

Bless bless Ísland :)
Flugið til Kaupmannahafnar gekk mjög vel bara, og svo þurftum við að hanga á Kastrup í 3 og hálfan tíma eftir fluginu til Rómar. Ég keypti mér síma þar, einhverja rosalega Nokia græju með snertiskjá og læti og stelpurnar fundu einhvern rosalega sætann Ítalskan strák til að spjalla við. Svo drifum við okkur bara í flugvélina og skemmtum okkur vel í flata rúllu”stiganum” á leiðinni (árgangur 93' bgn, þið vitið hvað ég er að tala um ;) ). Á leiðinni sat ég hliðina á ótrúlega krúttlegum hjónum, konan hafði farið sem skiptinemi til Bandaríkjanna árið 1974, minnir mig, og þau höfðu rosalegan áhuga á öllu saman.
Upphitun fyrir Ítala-veiðar
Nýji síminn ;)
    Við lentum kl. 19 á ítölskum tíma,(kl. 17) og fundum farangurinn okkar eiginlega strax, annað en aumingja krakkarnir frá Paragvæ sem höfðu beðið eftir sínum í meira en klukkustund,  og komust svo að því að  hann hafði týnst á leiðinni. Á meðan við biðum eftir fleiri skiptinemum á flugvellinum tók Jenný bara upp gítarinn og við sungum nokkra íslenska tóna fyrir gesti flugvallarins. Ég og Baldur vorum svo hryllilega svöng, að við stungum aðeins af og fundum okkur einhverjar samlokur að borða, sem var eins gott fyrir okkur því að í rútunni á leiðinni á hótelið sagði sjálfboðaliðinn sem var þar að passa okkur að það yrði kannski ekki kvöldmatur fyrir okkur því að við værum að koma svo seint(sirka 21:00). Við sáum ekkert af “Róm” á leiðinni, en sem betur fer fengum við nú að borða þegar við mættum á hótelið!
Ótrúlega góður matur


Ég var í herbergi með stelpu frá Bosníu sem heitir Dunja Rokvic, hún er alveg yndisleg. Herbergið var samt pínku lítið, og klósettið var bara í sturtunni! En svalirnar voru krúttlegar. :)  Við íslendingarnir + elsku Dunja – Jenný og Magnea, fórum svo aðeins að skoða okkur um á hótelinu.  Það var rosalega flott útsýni upp á þaki og spjölluðum eitthvað við hina krakkana sem eru skiptinemar hér líka.
    Daginn eftir, 11. september (TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ DRÍFA!) var svo komunámskeiðið, sem þau hefðu alveg mátt sleppa bara og leyfa okkur að hanga og kynnast bara. Þetta er nákvæmlega það sama og maður fær að heyra á námskeiðunum og fundunum heima, nema bara á bjagaðri ensku.  Fyrir hádegi var samt mjög gaman, okkur var öllum skipt í hópa og ég lenti í hóp með mjög skemmtilegum krökkum. Hópnum var skipt í tvennt og svo átti hver og einn að finna mynd sem táknaði ótta eða eitthvað sem þau bjuggust við af dvölinni í Ítalíu. Hádegismaturinn var æðislegur, pasta og svo eitthvað kjöt sem ég smakkaði reyndar bara aðeins á enda búin að háma í mig pastað! Svo fórum ég, Arna, Emil og Magnus frá Danmörku, Jonathan frá Ástralíu og strákur frá Tyrklandi sem ég get ómögulega munað nafnið á, en það byrjaði á B, upp á alvöru þakið! Útsýnið þar var ótrúlega fallegt, og svo skemmdi nú ekki fyrir hvað piltarnir voru sætir, hoho.


Eftir hádegi var því miður skipt í aðra hópa, og þessi sem ég var í seinni partinn var ekki næstum því jafn skemmtilegur og sá sem ég var í fyrir hádegi. Verst að seinni hópurinn er krakkarnir sem verða næst mér á Ítalíu! En og aftur var maturinn æðislegur, ég held að ég hafi aldrei fengið vonda máltíð á Ítalíu. Nema kannski morgumaturinn, hann var ekki góður.. Eftir matinn var “welcoming ceremony”, öll löndin voru kölluð upp og þátttakendurnir frá því landi áttu þá að standa upp, og auðvitað klöppuðu allir fyrir þeim. Aumingja Dunja var ein frá Bosníu. Auðvitað erum við íslendingarnir svo athyglisjúkir að við stóðum upp á stólana okkar og veifuðum eins og brjálæðingar, á fremsta bekk, fyrir miðju. Við máttum bara vera á fótum til klukkan 11, en þá áttu allir að fara að sofa því að sumir þurftu að leggja af stað frá hóteliu kl. 04:30. Það er sko ekki sofið út á Ítalíu!
    Allt var troðfullt fyrir utan hótelið, enda rúmlega 400 skiptinemar og rosalega fáir sem vildu fara að sofa! Þetta kvöld var rosalega skemmtilegt, allir að taka myndir af öllum.  Alla þessa helgi voru asískir krakkar að taka myndir af mér! Svo var þarna bandarískur strákur með gítar sem var algjör rokkstjarna, ég get svo svarið það, maðurinn verður frægur. Nei, okey... En hann hagaði sér þannig. Hryllilega fyndinn, en góður samt. Svo fórum við líka að skoða kíwí trén sem voru þarna!Við vorum svo rekin inn og ég og Magnea þurftum að að kveðja hina íslensku krakkana, því að við  færum langt á undan þeim. Rosalega skrítið að hafa þau ekki lengur, maður var farinn að stóla svo á að hafa þau í kringum sig og mér finnst við rosalega góður hópur. Svo var bara smá kósý tími með stelpunum í herberginu þeirra Magneu og Jenný. Svo kvaddi ég bosnísku beljuna mína hana Dunju áður en við fórum að sofa því að ég þurfti að vakna kl. hálf 7.
Emil er sætur, jájá
Íslenski hópurinn :) 

    Ég og Magnea áttum að fara af stað á sama tíma, svo að við héldum að við yrðum saman í lest sem reyndist svo ekki vera satt. Hann Alvin, sjálfaboðaliða-barnapía míns hóps var hryllilega paranoid alla ferðina, sérstaklega á lestarstöðinni í Róm. Elsku greyið. Reyndar var stolið tösku úr lestinni af þýskri stelpu í mínum hóp sem heitir Anna, hann var alveg jafn miður sín og hún. Annars var lestarferðin mjög góð, Ítalía er ótrúlega fallegt land og svo sat ég hliðina á stelpu frá Finnlandi sem heitir Ilina, hún er ein af fáum í mínum hóp sem talar góða ensku. Þegar nær dró fór maður að vera ótrúlega spenntur, ég var alveg með hnút í maganum síðustu klukkutímana, en ferðin tók 6-7 tíma.    

    Loksins þegar við komum til Cesena voru Anna Maria, Ignazio, Andrea og Maya (hundurinn) þar að bíða ásamt fósturfjölskyldum hinna krakkanna sem fóru þar út. Hitti þau loksins! Þau eru samt lávaxnari en ég hélt, ég er stærri en þau öll! Cesena er næsta borg við Forlí og það tók svona hálftíma að keyra þangað. Forlí er rosalega falleg borg, en ég er viss um að ég muni aldrei læra að rata neitt hérna! Þau eiga heima í íbúð á efstu hæð, og ég er í herberginu hans Fabio, sem er fósturbróðir minn í Kína. Og ég er með mínar eigin svalir, hversu næs er það?  Það er útsýni yfir almenningsgarðinn hérna rétt hjá. Þetta er rosalega frægur garður sem heitir........ Það var einhver hátíð í gangi held ég, allavega var mjög mikið af fólki og allskonar sölubásar og skemmtiatriði í gangi. Þau keyptu handa mér gelato í garðinum, en þetta er sko ekki eins kúluís og heima. Honum er einhvernveginn mokað á brauðformið og auðvitað missti ég minn eins og aulinn sem ég er! Þau halda örugglega að ég hafi aldrei fengið ís áður!
Ég lofa ykkur fleiri og vandræðalegri sögum í framtíðinni!

    Þegar við komum heim pöntuðu þau mat heim, þetta er einhver réttur sem er sérstakur Emilia-Romagna réttur. Þetta er eins og tortilla pönnukaka, nema þau láta fyllingu í. Ég prufaði með Mozarella og svo með einhvernveginn tómatmauki. Mozarellað var hryllilegt á bragðið, ég skil bara ekki að fólk borði það, en hitt var mjög gott. Fyrir utan Mozarella-fyllinguna hef ég aldrei smakkað neitt vont hérna, og ég sko búin að prufa margt og mikið hérna, ekkert smá sem maður er látinn borða! Fyrsta kvöldið fór ég svo með Andrea, bróður mínum, niður í miðbæ þar sem að vinir hans voru að spila. Þetta var rosalega góð hljómsveit og saxófónleikarinn var ótrúlega góður, fékk söknunarsting í hjartað til Ingu! Svo var hljómborðsleikarinn þeirra rosalega góður líka, og sætur!  Það var rosalega margt fólk þarna, og allir störðu á mig eins og ég væri geimvera!


Ég kynnstist nokkrum vinum hans Andrea þarna, og það kom fullt að fólki upp að mér og kynnti sig, verst bara hvað ég man fá nöfn. Þarna var einn Fabio, og Litu sem er kærasta Marco(píanóleikarans). Hékk bara með þeim um kvöldið, og þau reyndu að kenna mér smá ítölsku. Svo kom pabbi Marco, Silvano og kynnti sig.

Silvano: “Mi ciamo Silvano, piacere.”

Eyrún: “Mi ciamo Eyrún”  (vandræðalegt bros, kann enga ítölsku).

Silvano: “ Eyyyyy...?” Greinilega alveg steinhissa á þessu furðulega nafni! “No, no, no, no ciamo Anna!!”

Eyrún: “No! Eyrún!”

Silvano: “ No, Anna, Anna!”

    Þannig að nú heiti ég Anna, eða Bianca(hvít). Mikið hryllilega hljógu allir, sérstaklega Fabio, Silvano er frændi hans.

Nú er þetta orðið svo langt að ég ætla ekki að leggja á neinn að þurfa að lesa meira, veit að þetta var rosalega leiðilegt ferðablogg, en ég reyni að koma með eitthvað meira spennandi næst. :)

xoxo 
______________________________________________________________________

Friday, September 17, 2010


Fyrstu dagarnir

Rosalega er ég dugleg!

Ég veit, ég veit. Þetta er rosalega leiðilegt, týpískt blogg. Lestu það samt. Ég vil líka helst fá komment frá ykkur, annars nenni ég þessu ekki. :)

13.september
    Ég vaknaði alveg hryllilega snemma, dauðþreytt, til að fara með fósturmömmu minni og Andrea, fósturbróður mínum eitthvað að þvælast. Ég held að fóstumamma mín hafi haldið að Ísland væri ekki í Evrópu, og ég þyrfti að hafa  Visa sem ég þarf náttúrulega ekki. Við fórum á einhverja skrifstofu þar sem að fullt af fólki frá Afríku var að fylla út eyðublöð, mér leið eins og ég væri frá Mars!! Það var lítil stelpa þarna sem benti á mig og “Angel, Angel!” Vandræðalegt...
    Við löbbuðum eitthvað um miðbæinn, sem er rosalega fallegur, hefði átt að taka myndavélina með. Það er allt út í mörkuðum þarna og alltof mikið fólk!  Fór svo með Andrea í Vodafone búð, og ætlaði að fá ítalskt símakort... ég skildi ekkert hvað þeir voru að segja, held eitthvað um að geta hringt til útlanda, en ég fékk allavea ekki símakort.
    Svo birtist fósturpabbi minn bara allt í einu, og við fórum í skólann sem ég verð í hérna. Hann heitir  ITAS G. Saffi,  Instituto Tecnico Per Geometri Leon Battista Alberti. Held mig við það fyrra.   Við töluðum við aðstoðarskólastjórann, held ég. Hún heitir Fransisca og hún og hinar konurnar voru alltaf að koma við hárið á mér og “Bella ragazza, bella ragazza!” og voru rosalega hrifnar af augunum í mér. Shit, hvað ég var samt stressuð fyrir að byrja í skólanum! Þetta er ekkert lítill skóli, og ég hef aldrei verið “nýji krakkinn” áður. Eftir að við vorum búin að tala við kennarana, og fá núll upplýsingar! Ég vissi ekki í hvaða bekk ég væri, hvað ég væri að læra, hvenær ég ætti að mæta og fékk enga stundatöflu! Skipulagið er ekki alveg að gera sig hérna, finnst mér.  Allavega, þá fórum við í annan skóla sem er hérna í sömu götu, og ég mun fara í ítölskutíma þar. Þar var bara leiðileg kelling sem sagði okkur að koma daginn eftir. Þannig að við fórum heim..
    Ég get ekki líst því hversu þreytt ég var þegar við komum heim. Heilinn á overdrive við að reyna að vinna úr ítölskunni og öllu þessu nýja sem ég er alltaf að sjá. Ítalir eru heldur ekkert lágværir og einhvernveginn er eins og heilinn vilji bara slökkva á sér þegar þetta verður of mikið. Svo var líka brjáluð rigning, þrumur og rok. Elsku gamla Ísland, einmitt svona kúra-undir-teppi-og-horfa-á-sjónvarpið-og-sofna-veður. Fabio, fósturbróðir minn, staðsettur í Kína sem skiptinemi, hringdi í gegnum skype og við spjölluðum. Hann virðist vera rosalega fínn strákur, talar líka góða ensku og er ótrúlega fyndinn! Hann sagði mér líka að fjölskyldan mín er upprunalega frá Sikiley, og ég ætti bara að loka eyrunum þegar mamma og pabbi væru að tala því að þau töluðu alltaf saman á mállýsku frá Sikiley, og ég yrði bara rugluð af því! Frábært segi ég nú bara. Þau tala enga ensku, og tala ekki einu sinni saman á Ítölsku! Mamma mia! Hlakka ótrúlega til að hitta Fabio, þegar hann kemur heim.. í júní eða eitthvað!!
    Seinnipartinn fór ég með fósturforeldrum mínum í moll í Forlí-...., sem er lítill bær fyrir utan Forlí. Ég sá engar búið sem ég kannaðist við, en nokkrar lofuðu góðu. Við fórum í búð sem heitir Bennet, og er svona eins og þeirra Hagkaup, bara MIKLU stærra. Það var án gríns hægt að kaupa allt þarna. Ávextirnir voru ótrúlega flottir, og mikið úrval. Í fiskborðinu voru fiskar í heilu lagi, og lifandi humar og krabbar. Svo fyrir aftan kjötborðið var bara maður að dunda sér við að saga í sundur beljuskrokk, WHAT UP?! 
    Svo dó ég og kom til himna.. eða ég hélt það, því að ostadeilin var to die for! Ostar á stærð við dekk, og úrvalið var rosalegt! Kvöldmaturinn þetta kvöldið var frekar skrítinn, skinka og reykt skinka sem var í laginu eins og beikon(konan í búðinni skar það fyrir okkur úr læri), tómatasalat frá Sikiley og mozarella ostur, sem lítur út eins og egg og ég er ekki alveg búin að ákveða hvort að mér þyki góður. Þetta var samt rosalega gott á bragðið, en skrítið að hugsa til þess að maður sé að borða álegg og salat með salt og pipar. Um kvöldið bjuggum við fósturmamma mín til Tiramísú, eða hún bjó það til og ég horfði á. Svo hringdi ég heim, bara pabbi var heima og hljóðið ekki í lagi. Samt rosalega gott að sjá hann. Laga hljóðið í myndavélinni mamma og pabbi!!

OG TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ SÓLVEIG, hugsaði billjón sinnum til þín í dag! <3

                                                       
14.september
    Í dag var fyrsti skóladagurinn minn. Ég vaknaði kl.7, dauðþreytt að venju. Anna Maria fylgdi mér í skólann, svo að ég rataði nú örugglega. Leiðin er nú ekki flókin og ég lagði hana á minnið í gær. Ég fékk samt að vita að ég er í 4 B, A. Bekkingur að eilífu samt! Ég er alltaf í sömu stofunni (allavega ennþá). Krakkarnir eru rosalega fínir og opnir. Ljóshærð stelpa sem heitir Sarah kynnti sig strax og settist hliðina á mér. Hryllilega fín stelpa. Fyrsti tími var stærðfræði, góð byrjun segi ég nú bara.. Þau eru að læra  nákvæmlega það sama og ég var að læra á síðustu önn og, kannski er algjör óþarfi að taka þetta fram, en.. ég mundi núll! Flestir krakkarnir í bekknum eru 18 ára, en það eru þónokkrir 17 ára. Svo kynntu krakkarnir sig, en ég man bara rosalega fá nöfn. Susanna, Anna, Frederica, Alda, Sarah og Simone eru einu stelpurnar sem ég man nafnið á og svo eru Nicola  og Dennis tveir af strákunum. Í frímínútunum fór ég með stelpunum út þar sem allir voru að reykja, og guð minn almáttugur, ég er risi hérna! Allavega miðað við stelpurnar. Strákarnir hérna eru samt ekkert til að kvarta yfir! Það komu svona milljón manns upp að mér og kynntu sig, en þessi nöfn fara inn um annað eyrað og út um hitt! Stelpurnar í bekknum buðu mér svo með sér á McDonald's daginn eftir þegar skólinn er búinn, en þá þarf ég akkúrat að fara í ítölskutíma. Ég hefði verið ótrúlega mikið til í að fara með þeim, til að komast inn í hópinn og svona. En það kemur allt saman, það eru allavega allir ótrúlega nice hérna og opnir.
    Nú er ég líka byrjuð að læra landafræði, kennarinn var rosalega skrítin kona með ótrúlegan áhuga á Íslandi. Hún lét mig koma upp á töflu(kalktöflu nota bene!) og teikna Ísland, hvar Reykjavík væri, hvar ég ætti heima og hvar ÖLL eldfjöllin væru! Ég merkti auðvitað inn Eyjafjallajökul og svona, og krassaði svo bara feita línu þar sem að flekaskilin eru. Þýskukennarinn (jább, er komin í þýsku líka) er ennþá skrítnari en landafræðikennarinn, og talar ágætis ensku. Hún lét mig setjast í kennarastólinn og svo áttu krakkarnir að spyrja mig spurninga um Ísland og um mig. Spurningarnar sem ég fékk frá strákunum voru hryllilega fyndnar, t.d. hvort að ég hefði komið í alvöru hús áður, hvort að það væru mörgæsir á Íslandi, hvort að það væri sól á Íslandi, þetta væri í fyrsta skipti sem ég væri á skóm en ekki skautum(wtf?), hvort ég ætti ísbjörn og hvort að mér líkaði verk Oscar Wilde. Þessir strákar eru algjörir kjánar, en þeir eru svo sætir að þeir komast upp með það hjá öllum. Nicola minnir svo mikið á Simme frá Falkenberg, bæði í útliti og persónuleika.
    Stelpurnar spurðu bara aftur og aftur hvort að ég ætti kærasta, og hvort að þetta væri alvöru hárliturinn minn. Það er alveg sama hversu litla og lélega ensku þær kunna, alltaf “boyfriend? You boyfriend?”. Þær virðast ekki hugsa um annað, þessar elskur! Annars líður mér svoldið eins og ég sé komin aftur í 7-8.bekk. Þau eru miklu barnalegri en krakkar a Íslandi, með rosaleg læti, alltaf að elta hvort annað og líka bara hvernig þau klæða sig. Peysur með einhverjum krúttlegum fígúrum eru greinilega málið hérna, og svo er Hello Kitty rosalega vinsæl. Skóladótið þeirra er líka út í hött! Bleik pennaveski, bleikar loðnar skóladagbækur og.. je minn! Þetta var samt rosalega góður dagur,  ég bjóst alls ekki við því að krakkarnir yrðu svona skemmtilegir opnir, þannig að gerið það fyrir mig, ef það er skiptinemi í skólanum.. verið góð við hann og takið hann með ykkur!
    Þegar skólinn var búinn beið fósturmamma mín eftir mér fyrir utan, erum við að tala um vandræðalegt haha, krakkarnir voru rosa krúttlegir og strákarnir kysstu mig allir bless á kinnina. Það vantar alveg svona herramenn á Ísland! Ekki bara eitthvað svona, heldur bjóðast þeir til að halda á töskunni manns, kaupa handa manni að drekka, halda hurðunum opnum fyrir mann og alla þessa litlu hluti. Ég sé ekki íslenska stráka fyrir mér að halda á töskunni manns! Skólinn var búinn hálf 1(pælið í því, ég er búin í skólanum áður en að þið farið í mat!)  en stundum er hann búinn hálf 2.
    Besti vinur Fabio, fósturbróður míns, Luca kom svo í heimsókn til að ná í eitthverjar teikningar sem Fabio á fyrir skólann og til að hitta mig. D-d-d-d-d-d-d! ég segi ekki meira. Hann er reyndar frekar lávaxinn eins og flestir hérna, er það eitthvað í vatninu? Hann borðaði hádegismat með fjölskyldunni og svo svo horfðum við á einhverja ítalska mynd saman. Hann er greinilega alveg heimavanur hérna, og fósturforeldrar mínir koma fram við hann eins og annan son. Luca og Fabio eru í einhverjum break dance hópi, held samt að þeir tveir séu einu talentarnir í honum. Miðað við myndböndin sem Luca sýndi mér.  Eftir að Luca var farinn fór ég með fóstumömmu minni niður í bæ að kaupa skóladót. Við keyptum samt engar bækur, bara reikningsbækur, skóladagbók(bleika!) og pennaveski. Mig vantar samt bækur, og blýpenna helst.. en kannski þarf að fá eitthvað á hreint um hvaða fögum ég verð í, áður en við kaupum bækur. Hringdi aftur heim, þá voru mamma og pabbi bæði heima.. en ekkert hljóð. Hvað er í gangi?

xoxo 
______________________________________________________________________

Sunday, September 19, 2010


Vika í Forlí

NÝTT - NÝTT - NÝTT

Nú er ég búin að vera heila viku í Forlí. Mér finnst ég samt hafa verið hérna mikið lengur. Það er svo mikið búið að gerast, og svo margt sem ég er búin að upplifa, hálf ómögulegt að þetta geti allt saman gerst á 7 dögum. Ég er komin í nýtt land, nýja borg, nýja fjölskyldu, nýtt tungumál, nýjar venjur, nýjan skóla, nýja vini, nýtt allt!

Skólinn gengur ótrúlega vel, þó að ég skilji varla neitt. Krakkarnir eru frábærir, minna mig svoldið á gamla grunnskólabekkinn minn í Borgarnesi, svo rosalega hávær og elskuleg en undir öllum þessum elskulegheitum er greinilega stórt dramamál, sem ég á aðeins eftir að komast til botns í. Þetta er alveg eins og í grunnskóla, kvennaveldi í bekknum; 21 stelpa og 5 strákar, hvorki meira né minna. Stelpurnar eru rosalega duglegar að draga mig með sér, og hjálpa mér með allt mögulegt frá því að sjá glósurnar þeirra og stærðfræðiheimanámið, eða sjá til þess að ég sé ekki örugglega með íþróttaföt og að ég fái örugglega nóg að borða. Þessar elskur eru alveg búnar að taka mig inn í hópinn - svo er bara að vona að þetta haldist út. Ég verð náttúrulega að vera dugleg að læra ítölskuna, og að troða mér inn í hópinn, því að oft er þetta bara fyrstu vikurnar á meðan ég er ný og spennandi.

En fyrst að ég er að tala/skrifa um skólann, þá er skólinn hérna allt öðruvísi en skólinn heima. Krakkarnir hér eru eins og villidýr þegar bjallan hringir. Það verður allt brjálað, án nokkurs gríns þá fyllist gangurinn og það er örtröð út um dyrnar. Tek mynd af þessu handa ykkur bráðum. Þetta er eins og að lenda inn í miðri hjörð af gnýjum úr Konungur Ljónanna.

Í gær(laugardag) fór ég með fósturforeldrum mínum til Ravenna(?) í moll þar. Ég keypti reyndar ekki neitt en kom auga á NewYorker og H&M, ennþá 10 mánuðir til að eyða pening og ekkert liggur á. (Mamma og pabbi, það væri ágætt ef þið mynduð vinna stórann vinning í lottóinu bráðlega og leggja hann inn á mig.) Ég var svo umkring(án gríns) af hóp af "ragazzi" eða gaurum sem böbbluðu endalaust á ítölsku við mig, áður en ég náði að forða mér í burtu. Það var eiginlega meira ógnvekjandi en nokkuð annað. Um kvöldið fór ég svo heim til Frederiku bekkjarsystur minnar, og horfði á mynd með henni og tveimur vinkonum hennar, Carlottu og Olgu. Þær eru svoddan 'poshy-tosh'. Frederika er rosalega sæt og yndisleg stelpa, og ég er eiginlega búin að vera mest með henni, fyrir utan Betty og Susönnu. Þetta drama sem ég talaði um áðan beinist samt held ég gegn henni. Sarah, Mila og Anna buðust allavega allar til að skipta um sæti við mig, svo að ég þyrfti ekki að tala við hana í skólanum, hvað er í gangi?

Mér dettur samt ekki í hug að loka á Frederiku, því að þegar maður er í þessum aðstæðum, að tala ekki tungumálið og vera í nýjum skóla ætti maður bara að taka því sem býðst og auk þess líkar mér líka vel við hana. Mér finnst líka mun líklegra að vináttan við Frederiku sé varanleg, og að Sarah og Mila fengu leið á mér eftir nokkrar vikur. Þannig að ráð fyrir framtíðar-skiptinemar; Verið vinir þeirra sem vilja vera vinir ykkar. Blandið ykkur samt ekki inn í deilur innan bekkjarins og reynið að vera hlutlaus í þannig málum.   - Drama er ekki bara á Íslandi.  ;)

Annars gengur ítalskan mjög vel, ég læri alltaf nokkur orð á dag og er byrjuð að geta tjáð mínar basic þarfir við fjölskylduna og svarað einföldum spurningum, og svo skil alveg fullt. Ég ætla samt að koma mér upp einhverju plani, glósa ákveðið mörg orð á dag og lesa 1-2 bls. í ítalskri bók, auk þess að læra smá málfræði.


Buona notte elskurnar
xoxo



______________________________________________________________________ 

Thursday, September 23, 2010

 

Af einstefnugötum, volgri mjólk og hávaðamengun.

Úff, fannst ég þurfa að segja aðeins frá síðustu dögum. Þessi vika er búin að líða rosalega hratt, allt er nokkurnveginn komið í rútinu, en mér finnst ég ekki lengur vera "strax" búin í skólanum eins og mér fannst fyrst. Annars er allt ljómandi gott að frétta, ég safna freknum eins og enginn sé morgundagurinn, er ekki búin að drekka neitt gos síðan ég kom til Ítalíu og fékk mér fyrsta nammið mitt í dag! Dugnaður!
Nú þarf ég bara að byrja að æfa eitthvað, er samt ekki búin að finna neitt sem mér líst á en það er almennningsgarður á móti mér sem ég gæti vel hugsað mér að fara út að skokka í. Það rennur líka rosalega falleg á fyrir aftan hann, og þar er líka stígur. Fer þangað við tækifæri og tek myndir, ég er alltof löt við það!

Í gær (22. sept) hitti ég Carlottu, sem er trúnaðarmaðurinn minn. Hún er 19 ára og var skiptinemi á Íslandi fyrir tveimur árum. Hún talar fína íslensku, og mikið óskaplega var GOTT að tala íslensku aftur. Ég lendi stundum í því að byrja að tala íslensku við krakkana í bekknum, sem veldur rosalegum hlátursköstum, Dennis sem er besti strákavinur minn í bekknum, lá án gríns í gólfinu í dag grátandi úr hlátri í miðjum þýskutíma því að ég var búin að vera að blaðra fult við hann á íslensku, án þess að fatta að hann skyldi auðvitað ekki orð. Sem var frekar vandræðalegt.. en mjög fyndið.
Við Carlotta fórum og keyptum okkur gelato, reyndar fékk ég mér fro-yo sem var hryllilega gott og svo löbbuðum við aðeins um Forlí, hún sýndi mér skemmtilegar búðir og staði og við spjölluðum saman um alls konar hluti sem tengjast því að vera skiptinemi.

Eftir skóla í dag fór ég svo með fósturmömmu minni til Cesena, sem er næsta borg við Forlí. Í Cesena fer ég á Ítölskunámskeið með hinum skiptinemunum á svæðinu, fyrsti tíminn var í dag og við vorum aðallega að kynna okkur og læra hvernig stafirnir eru bornir fram á ítölsku. Pretty much eins og í íslensku með nokkrum undantekningum. Það var rosalega gaman að hitta hina krakkana aftur og tala við þau um allt hérna enda eru þau í nákvæmlega sömu sporum og ég og vita alveg hvað ég er að upplifa. Ég hef það samt mjög gott, Stelpa frá Kólumbíu sem heitir Daniela var sett í 1. bekk ss. með krökkum sem eru 14 ára og krakkarnir í Cesena hanga aðalega með hvort öðru og hafa ekki kynnst mörgum ítölskum krökkum.  Svo er strákur frá Panama hérna rétt hjá sem er í skóla þar sem að krakkarnir eru eiginlega bara vondir við hann, þau hundsa hann alveg og labba bara í burtu þegar hann reynir að tala við þau!


Ítalía er samt svo miklu ólíkari Íslandi en ég bjóst nokkurntímann við, í frönskutíma tók ég saman nokkra punkta sem ég ætla að skella hérna inn, gleymdi pottþétt einhverju en það kemur þá bara inn seinna:

  • Ítalir eru í skónum inni - Í rauninni alltaf í skónum nema rétt á meðan þau eru í sturtu eða sofa.
  • Þau nota handklæði ekki til að þurrka sér eftir sturtu heldur fara þau í náttsloppa, en nota reyndar handklæði um hárið. - Allir þurrka á sér hárið með hárþurrku hér.
  • Stelpurnar hér hugsa mjög mikið um útlitið. Augnskuggar í allskonar litum, litríkar spennur og gloss, - en enginn maskari.
  • Fólk snýtir sér alveg óhikað fyrir framan aðra - í búðinni, í skólanum á meðan kennarinn er að tala ( í dag snýtti Nicola, bekkjabróðir minn, jólalag á meðan þýskukennarinn las upp. Basic.)
  • Allir eru ROSALEGA háværir hérna. Krakkarnir hafa rosalega hátt í tímum og kennararnir öskra bara en hærra til að yfirgnæfa lætin (sem tekst ekki).
  • Það myndast algjört umferðaröngþveiti á hverjum degi eftir skóla, allir klára á sama tíma og gatan er troðfull af fólki, bílum, vespum og strætóum. Merkilegt að það sé ekki dauðsfall eða bílslys á hverjum degi!
  • Krossarar og keppnismótorhjól eru fullkomnlega eðlileg ökutæki fyrir nemendur á aldrinum 14-18 ára. 
  • Umferðin er stórhættuleg, það er ekkert skipulag á henni(ekkert sem ég tek eftir). Allir keyra rosalega hratt og það er mikið um nauðhemlanir.
  • Það er fullkomnlega eðlilegt að leggja langsum í bílastæði - reyndar geturu lagt allstaðar svo lengi sem að einn bíll nær að troða sér framhjá þér. 
  • Það er mjög mikið af einstefnugötum og þess vegna tekur oft mun lengri tíma að keyra eitthvert en að labba það.
  • Allir reykja!  - Allavega allir unglingar. Og þau reykja á skólalóðinni, réttara sagt hliðina á íþróttavellinum á skólalóðinni! Jedúddamía.
  •  Mjólkin er ekki geymd í kæli fyrr en það er búið að opna hana - Hryllingur að lenda á því að þurfa að opna nýja fernu út á morgunkornið!
  • Þau sofa ekki með sæng, heldur með þunnar ábreiður og teppi - Brrrrrrrrrr...
  • Það er veggjakrot ALLSTAÐAR, -  á lestum, húsum, veggjunum í skólastofunni. Nefndu það.
Man ekki eftir fleiru í bili.  Ciao tutti!





xoxo
______________________________________________________________________ 

Monday, September 27, 2010

What would life be if we had no courage to attempt anything?

Halló elsku Ísland. :) 

Fæ alltaf svo fallega kvöldsól, eins og mamma er svo hrifin af. :) 



Nú ligg ég heima lasarusinn, með rosalega hálsbólgu, alveg raddlaus með hausverk og hita og horfi á 7th heaven með fósturmömmu minni sem er líka lasin. Helgin var rosalega góð, föstudagurinn var reyndar mjög rólegur og ég og Maya lágum bara úti á svölum allan daginn í sólbaði.


  


Eftir skóla á laugardaginn fór ég með Federiku með lest til Faenza, sem er "lítill" bær aðeins frá Forlí.  Á lestarstöðinni héngu tveir strákar utan í okkur, mikið rosalega vorum við ánægðar þegar lestin kom.. en nei, þá voru þeir að taka sömu lest og settust hjá okkur og spjölluðu alla leiðina! Je minn, strákarnir hérna! Annar var reyndar alveg gordjöss með himnesk kinnbein!
          Faenza er rosalega fallegur bær, væri alveg til í að fara þangað aftur. Ég hitti nonnu (ömmu) hennar Frederiku, uppáhalds frænku hennar og litla frænda hennar sem er 14 ára körfuboltastrákur, tókum einn one-on-one, hann vann reyndar.. enda svona 1,90 m á hæð! svo fórum við Frederika í miðbæinn, skoðuðum í búðarglugga og hittum svo frænkuna í snyrtivörubúð, Frederiku vantaði hjálp við að finna eitthvað til að nota í vetur svo að hún liti ekki út fyrir að vera föl, en henni finnst hún alltaf verða svo föl á veturna. Eftir að ég hafði beðið í hálftíma, búin að kaupa mér meik og púður og skoða öll dýra gucci, dolce&gabbana, prada, valentino og dior ilmvötnin fundu hún og búðarkonan(sem var búin að vera að hjálpa henni allan tímann) hina fullkomnu lausn á vandamálinu, sólarpúður!
Ég get nú ekki sagt annað en að ég hafi verið orðin svoldið pirruð á biðinni, en þegar Frederika sýndi mér þessa töfravöru sem hún hafði keypt skellihló ég og gleymdi öllum pirring! Þessar elskur..

Faenza, ekkert smá fallegur bær. Hefði átt að taka fleiri myndir.


Áður en ég kem heim ætla ég að kaupa mér eitthvað svona dýrt og yndislegt :)


          Svo var pítsa í kvöldmatinn, og ég borðaði-næstum-því-heila-pítsu-alveg-ein!  Haha, þannig er þetta hér. Ein pítsa á mann. Þær eru líka miklu þynnri en þessar sem maður er vanur heima, rosalega góðar en mér finnst nú samt pabba pítsur bestar. =)   Ég fór svo með Andrea, bróður mínum og vinum hans, Luca (það heita allir annað hvort Luca eða Fabio hérna), Michele og Manuel á rúntinn(þau rúnta hérna líka!) og svo til Cesena á Teatro Verdi, sem er rosalega flottur skemmtistaður þar. Það er víst rosalega erfitt að komast þarna inn, en við komust strax inn, þurfum ekki einu sinni að fara í röðina! Hitti svo enga aðra en Frederiku og Carolinu vinkonu hennar þarna inni, en var samt aðallega með strákunum. Dj-inn sem var að spila, einhver rosalega vinsæll hérna segir Andrea, var hrikalega hallærislegur að mínu mati, alltaf að segja "This is Miami, bitch" og þá meina ég alltaf! Svo söng hann alltaf með lögunum.. og tókst einhvernveginn alltaf að fara vitlaust með textann. Þetta var samt rosalega gaman, Andrea og Luca tóku það að sér að vera persónulegir lífverðir mínir, örugglega að skipun fósturpabba míns haha. Það er stundum svoldið erfitt að vera eina ljóshærða manneskjan á staðnum.. Hvernig hefði þetta verið ef maður hefði farið eitthvert meira framandi? Kannski hagar fólk sér betur þar en strákar á Ítalíu gera.


          Við komum rosalega seint heim,  um hálf 6 leitið, þá fengum við okkur bara cocoa puffs og svo að sofa. Til kl. 10.. það er ekki sofið út hérna, eins og heima. Ég er víst dormigliona, eða svefnpurrka, samkvæmt fósturpabba míns, foreldrar mínir verða nú bara hissa ef ég er vöknuð kl. 10 á sunnudögum! Sunnudagurinn var bara tanning session með Mayu minni, og svo um kvöldið var ég orðin frekar slöpp, kvefuð með hausverk og hálsbólgu. En ég fékk fisk að borða! Mikið ótrúlega var ég glöð.. þegar ég kem heim, nenniði þá að elda soðinn fisk og kartöflur, plokkfisk og lax handa mér mamma og pabbi? Og eiga fullt af harðfisk.. og túnfisk, og sardínum. Ég sakna þess að borða fisk!  Ég prufaði líka að borða kaktus! - Eða það sem er inn í honum, það var rosalega gott. Fjölskyldan mín er frá Sikiley, og þetta er víst tipicale siciliano. Það eru allir réttir hérna dæmigerðir fyrir einhvern stað hérna, eins og tildæmis Spaghetti Bolognese, er þá réttur frá Bologna.  
           Í dag, mánudag, eru ég og fósturmamma bara búnar að liggja heima, báðar veikar. Hún vakti mig kl. 9 til að fara með mig til læknis, sem mér fannst nú fullmikið af því góða. Að fara til læknis út af smá flensu?  Heimilislæknirinn þeirra, eða dottoressan var rosalega næs, þá loksins sem við komumst að.. áttum pantaðan tíma kl. 10 en komust loksins að kl. rúmlega 11 vegna þess að það var alltaf eitthvað gamalt fólk að ryðjast fram fyrir okkur "því að það var eldra" og þetta þótti bara allt í lagi! Gat það ekki beðið 15 mínútur lengur til að tala um sitt harðlífi á meðan ég fékk lyfseðil fyrir einhverjum hálstölfum, lyfseðil fyrir hálstöflum! Annars eru þau alveg búin að dekra við mig í dag, Andrea fór og keypti McDonalds handa okkur í hádegismat (ég féll á gosbindindinu) og keypti ís og allt, þessi dúlla. Svo er fósturpabbi minn búinn að hringja svona 10 sinnum heim úr vinnunni til að spyrja hvernig mér líður, mér finnst þau nú gera full mikið úr þessu en rosalega krúttlegt. :) En nú er þetta orðið alveg nóg í bili, ætla að skella nokkrum myndum með inn. :) 

Svo verðið þið að vera dugleg að commenta, mér finnst svo gaman að lesa þau. Það þýðir ekkert að vera rosalega dugleg fyrst og hætta því svo! :) 


MMMMMM

Fede sæta :)



Til hamingju með afmælin ykkar elsku Inga Björk og Anna Margrét, hafið það ótrúlega gott og vonandi fenguð þið ykkur köku úr Geirabakarí :* 












What would life be if we had no courage to attempt anything? 
- Van Gogh


xoxo, GOSSIP GIRL nei okey..  bara Eyrún :)

______________________________________________________________________

Monday, October 4, 2010

Eitt langt og gott.

Ciao tutti :)



Allt gott að frétta héðan, búin að vera hérna í 3 vikur. Finnst þetta bæði hafa verið mikið lengur og samt svo rosalega stutt. Skólinn er kominn í rútínu að mestu og ég er alveg komin inn í hópinn hjá þessum elskum. Ég er mest með Betty, Dennis, Susönnu og Frederiku, en þetta er samt rosalega góður bekkur og þau eru dugleg að útskýra fyrir mér hvað er í gangi og taka mig með sér út um allt. Ég vildi að ég gæti talað ítölsku fullkomnlega, bara til þess að geta spjallað endalaust við þau!



Síðasta fimmtudag, 30. september, fór ég í annan ítölskutímann minn í Cesena með hinum skiptinemunum. Fór alveg sjálf með strætónum, ekkert smá stolt af mér fyrir að vita sjálf nr. hvað ég átti að taka og hvar ég átti að fara út...  Það að það stóð Cesena framan á strætónum og ég fór út á endastöð kemur málinu nákvæmlega ekkert við!
          Þau eru fjögur saman í Cesena, Radhea frá Indónesíu, Francisco frá Hondúras, Anna frá Þýskalandi og svo Lorin frá Belgíu sem er hérna í 3 mánuði. Svo er Daniela frá Kólimbíu í Rimini og Kristiana frá Lettlandi sem er lika í 3 mánaða prógrammi.  Næsta lest fór ekki strax þannig að Cesena-krakkarnir sýndu okkur aðeins borgina. Þarna er m.a. elsta almenningsbókasafn í Evrópu sem ég ætla að sjálfsögðu að skoða einhvern tímann. Kíktum aðeins í búðir, en ég keypti mér ekki neitt. Ég hef eiginlega ekki eytt neinum pening hérna, aðeins í mat í skólanum og gelato, sem við fengum okkur auðvitað. Ég sver að ef ég hætti ekki að borða þennan blessaða nutella gelato verð ég endanlega hnöttótt og kemst ekki í flugvélina heim.. hann er bara SVO GÓÐUR!
Við vorum svoldið sein í lestina, en það gerði ekkert til og lestin var ennþá á sínum stað þegar við komum. Hún fór svo reyndar ekki neitt því að einhver hafði stokkið fram fyrir lest í Rimini og dáið og allt lestarkerfið var frosið. Daniela fattaði að hún var búin að týna veskinu sínu og allt varð rosalega mikið vesen. Engin lest + týnt veski + 7 skiptinemar fastir í Cesena. Endaði með því að foreldrar Kristiönu þurftu að ná í okkur, við fengum loksins að borða og fórum svo til Santarcangelo þar sem að hátíðin var. Ótrúlega fallegur staður, gosbrunnagarður(kann ekki að útskýra það betur) og kastali, svo var torgið ekkert smá fallegt. Rosalega gott kvöld með skemmtilegu fólki.


Bókasafnið haha :) 

Dýrka þessar skvísur :) 

Sæti bíllinn

Miðaldahátið og kstalinn :)

Klappa fálka :)


Oooo þessi var SVO sætur, mig langaði að eiga hann! :)

          Á föstudaginn fór ég á ítölskunámskeið hérna í Forlí, það er í skólanum sem er hliðina á skólanum mínum. Og váá, þetta var í fyrsta skipti sem mér leið eins og útlendingi hérna! Þarna voru allskonar innflytjendur frá Kína, Indlandi, Albaníu og meira segja eins miðaldra pólsk kona sem var hryllilega léleg og vitlaus en lagði sig svo mikið fram og einn Muhammed. Ég bjóst við að þetta yrði of erfitt fyrir mig, en nei.. þá voru þau bara að fara í ciao, crazie og muninn á buon giorno, buona sera og buona notte. Tveir langir og leiðilegir klukkutímar, en svakalegt boozt fyrir egóið. Ég er búin að vera hérna í 3 vikur og kann meira en þetta fólk sem sumt hefur búið hérna í mörg ár!
Ég er nú samt enginn ítölskusnillingur, segi aðallega bene, si og no en ég skil rosalega mikið. Reyni nú samt að hnoða einhverjum orðum saman í setningar, en mig vantar ennþá allar samtenginar og þessi litlu orð til að gera almennilegar setningar. Þetta fer samt allt að koma - Lorin talar samt svo góða ítölsku og Anna bullar alltaf einhverju út úr sér þannig að ég verð alltaf ógeðslega öfundsjúk.
  
Nú ætla ég aðeins að segja ykkur frá því hvernig íþróttatímar virka hérna. 
Það er byrjað á því að hlaupa 4 hringi á vellinum,  svo er farið inn og teygt á og ýmsar æfingar gerðar. Íþróttakennararnir tveir eru eins og klippt út úr bandarískri bíómynd frá 1980, kallinn ótrúlega krúttlegur og rakar bara lauf fyrir utan en konan algjör harðjaxl! Svo fá strákarnir að fara út í fótbolta, en stelpurnar þurfa að vera inni og spila blak. Hérna er ég líka algjört íþróttaundur, get gert magaæfingar, armbeygjur og allt, meira segja  hlaupið 4 hringi á vellinum án þess að deyja. Stelpurnar í mínum bekk eru ekki með neitt úthald enda reykja þær eins og strompar, en strákarnir eru nú í lagi. Ættu samt ekkert í strákana heima, haha! Þess má nú samt geta að  ég er ennþá HRÆÐILEG í blaki, svo að ég ætti ekki að segja mikið.
Er samt í miklu uppáhaldi hjá kennaranum og hún lætur mig alltaf sýna hvernig á að gera allt, frá því að kasta bolta með vinsti hendinni yfir í að hlaupa háar hnélyftur.. sem virðist vera rosalega flókið fyrir stelpurnar hérna! Spiluðum svo blak á hálfann völl 4 í liði með strákunum. Ég var með Nicolo og einhverjum pakkstelpum úr tískubrautinni, möluðum þetta! Samt eiginlega bara aðþví að Nicolo er með svona 4 metra "vænghaf" og að því að ég er búin að læra að gefa upp. Djöfull væri samt gaman að koma heim rugl góð í blaki, reiprennandi í ítölskunni og tönuð í drasl!
Eftir íþróttir er ekki farið í sturtu, jafnvel þó að það sé sturtuklefi í búningsherberginu. - Mín kenning er sú að þau fari ekki í sturtu því að það tæki of langan tíma fyrir alla að þurrka á sér hárið, svo að maður tali nú ekki um kosnaðinn við að kaupa svona margar hárþurrkur. Því að auðvitað deyr maður ef maður fer út með blautt hárið á Ítalíu.
 Þetta sleppur samt venjulega, bara heimspeki og svo heim.. beint í sturtu. Nema hvað að akkúrat þennan dag var ég að fara til Bologna, þannig að ég ætlaði sko að drífa mig heim til að fara í sturtu.. en nei. Beið ekki fósturpabbi minn eftir mér fyrir utan skólann, og við brunuðum beint til Bologna. Þannig að ég fór til Bologna án þess að fara í sturtu.. bara með 5 evrur í vasanum.. með myndavél, en ekkert batterý í hana!


          Bologna er bellisimo. Ótrúlega falleg borg! Við byrjuðum á því að fara á Giuseppe's bar, sem er veitingastaður, gelateria og bar sem að æskvinur fósturpabba míns á. Hann er alveg í hjarta borgarinnar, beint á móti San Petronio Basilica. Í dag(4.október) er dagur heilags Petronio sem er dýrðlingur Bologna og það var hátíð þarna alla helgina. Rosalega mikið af fólki(eins og allstaðar hérna), tónlist og flott atriði. Allt á torginu fyrir framan mig, þannig að ég sat bara þarna í sólskininu að borða gelato og horfði á fólkið í kringum mig. Ah, svona ætti lífið alltaf að vera. Ef þið farið til Bologna er þessi staður algjöst möst! Svo skemmdi nú ekki fyrir að sonur eigandans, hann Francesco var ekkert að hata stelpuna!
Hann manaði mig og fósturpabba minn til að fara upp Torre de Asinelli, sem er 498 þrep, það gera 996 þrep upp og niður, takk fyrir! Þetta var nú reyndar ekkert mál og útsýnið var svo fallegt! Það var miklu erfiðara að labba fram hjá Zöru, H&M og Disney búðinni á leiðinni til baka..  Mér fannst samt verst að vera ekki með myndavélina, því að myndavélin á símanum er ekki næstum því jafn góð. Skoðuðum líka Cattedrale di San Pietro, sem er svo falleg. Ég get eiginlega ekki líst því, ég hefði getað verið þarna allan daginn. Verð eiginlega að fara þangað aftur, til að taka myndir og skoða þetta betur.  Æj hvað þetta er orðið langt.. bara einn dagur eftir!
Ekkert mjög traustverkjandi stiginn þarna upp :)


Via Emilia - rómverskur vegur frá því fyrir langa langa löngu síðan.

Lofthræðslan sagði aðeins til sín

Belissimo útsýni yfir borgina :)

Hátíðarhöld


Byrjaði sunnudaginn á því að fara með fósturpabba mínum í kirkju. Alls ekki falleg kirkja, greinilega nýbyggð og barasta ekkert kirkjuleg! Samt gaman að prófa að fara, margt mjög líkt og margt mjög ólíkt. Svo var líka kirkjan full, það þótti mér merkilegast!  Eftir kirkju hjóluðum við svo eitthvað, meðfram parco santo augusto, sem er almenningsgarðurinn hérna rétt hjá, og niður á Piazza Saffi sem er aðal torgið hérna. Svo ætlaði fóstupabbi minn að vera rosalega sniðugur og kynna mig fyrir pistasíum, mikið óskaplega varð fjölskyldan hissa þegar ég vissi hvað þær væru, og að við hefðum þær á Íslandi, órúlegt!
Um kvöldið fórum við svo til Cesena, þar sem allir skiptinemarnir, fjölskyldurnar og nokkrir sjálfboðaliðar hittust heima hjá Önnu og fjölskyldunni hennar. Allir komu með eitthvað að borða, og þetta var bara yndislegt kvöld með skemmtilegu fólki, mikið hlegið og mikið gaman!

Krúttlegasti AFS hópurinn + nokkur systkini :)

  • Dennis kenndi mér að flauta með puttana upp í mér, það er mjög einfalt! Maður lætur tungubroddinn bara fyrir aftan efri framtennurnar og lætur svo fingurnar þar og blæs. Hah, stolt! :) 
  • Nicola, Nicolo, Dennis Susanna, Betty og fleiri krakkar eru að fara til London saman - og buðu mér með! Þau eru að plana þetta því að það er búið að skera niður hjá skólunum þanni gða það verða engar skólaferðir í ár. Frábært! En ég má ekki fara því að þetta er annað land, ekki á vegum skólans og engir foreldrar. 
  • Ítalskir krakkar eru ekki í mjög góðu formi - alls alls ekki..
  • Það eru svona rassaþvottaskálar(sem líta út eins og hálft klósett) á öllum baðherbergjum - yuck nei takk.
  • Enskukennarinn minn er rugluð kona. Hún er með furðulegasta orðaforða sem ég hef nokkurn tímann kynnst, ber ótrúlegustu orð vitlaust fram og er ROSALEGA hávær, meira segja á ítalskan mælikvarða. Fæ alveg fyrir eyrun.
  • Stærðfræðkennarinn er mjög ógnvekjandi kona, einbrýnd og ströng á svipinn. Er líka að fara í próf 12. október. Oooo-ó.. skrifa bara "Elsa á afmæli" í öll svörin :) 
Skelli inn einni flunkunýrri!


Takk fyrir að klára að lesa þetta, þetta var alls ekki jafn langt og þú heldur.
Svo þykir mér rosalega vænt um þessi litlu sætu komment sem er hægt að skilja eftir sig. :*
Ekki hafa það of gott án mín :) 
xoxo

______________________________________________________________________


Friday, October 8, 2010

"Potrete recidere le margherite ma non fermeréte la primavera"

 
"Þú getur skorið niður blómin, en þú getur ekki stoppað vorið."



Ég er ein í ókunngu landi, ég tala ekki tungumálið og þekki ekki umhverfið. Samt er ég óendanlega hamingjusöm. Dagarnir líða hratt, en samt svo hægt og ég læri og uppgötva svo margt á hverjum degi. Auðvitað er þetta ekki alltaf gaman, ég fæ oft mikla heimþrá á morgnanna þegar ég sit ein í ísköldu húsinu að borða ólystugt morgunkorn með mjólk sem rennur út í desember. Hvar er ferski appelsínusafinn minn, ristaða brauðið og ávextirnir sem ég fékk mér alltaf? Hvar er hafragrauturinn? Ég er stundum næstum því með tárin í augunum þegar ég labba í skólann, allt er öðruvísi, ég skil ekki neitt og hér er allt of mikið af fólki og bílum. En það lagast fljótt, því að á hverjum degi er tekið á móti með knúsi og kossum á báðar kinnar, elska það. Ætla svo sannarlega að halda í þá hefð.
Það er að koma haust hérna, það er akkúrat tíminn núna milli síðsumars og hausts. Veðrið er ennþá mjög gott, sól og 20-25° hiti, en trén eru byrjuð að fella laufin og inn á milli koma skýjaðir dagar með furðulegri úða-rigningu. Þá eru allir með regnhlíf, en úðinn er svo fíngerður að maður blotnar ekki við að standa úti í henni.
En í fyrradag var aftur á móti sumarveður, hitinn fór upp í 27°og ég skellti mér í minn fyrsta könnunarleiðangur ein og fótgangandi um centro Forlí-borgar. Ég er á frábærum stað í borginni, það tekur mig að meðaltali 6 mínútur að labba í skólann, það er guðdómlega fallegur almenningsgarður og falleg á hinum meginn við götuna, og 15 mínútna gangur í Piazza Saffi, miðbæinn. Það var rosalega gott að fara eitthvert alveg ein, fékk tíma til að skoða það sem ég vildi á leiðinni, virða fyrir mér fólkið og taka myndir. Rakst á Önnu, bekkjarsystur mína og sat og spjallaði við hana, því miður á ensku því að krakkarnir í mínum bekk eru allt of gjarnir að tala bara ensku við mig,  á meðan hún beið eftir kærastanum sínum. Kærastinn var eitthvað seinn svo að við sátum þarna í tæpan klukkutíma.
Þessi könnunarleiðangur minn endaði auðvitað sem verslunarleiðangur. Fyrst fór ég í búð sem heitir Scout (alltaf skátanörd í hjarta) sem er frekar ódýr búð, minnir mig svoldið á outlet, en þetta er víst eitthvað merki. Keypti mér gallabuxur, joggingsbuxur, 2 stuttermaboli og klút þar. Þessi gallabuxnakaup voru áminning á það að fitna ekki, þá er bara að taka sig á og hætta að borða allann þennan gelato! Eftir það fór ég í búð sem heitir OVS industry, ætlaði ekki að kaupa neitt þar, og stóðst meira segja freistinguna að kaupa mér hæla (enda ekkert við þá að gera, er miklu stærri en allir hérna) en keypti mér nú samt peysu með mynd af Snar eða Snögg(i?) framan á, tvö hálsmen, hring, eyrnalokka og armband.
Tískan hér er svo allt öðruvísi en tískan heima. Það er ýmislegt hér sem þykir mjög töff sem að engum myndi detta í hug að klæðast eða gera á Íslandi.  
  • Varaliturinn og augnskugginn er ekki sparaður, en augabrúnir eru ekki eitthvað sem mikið pælt í og eru þær oft ansi skrautlegar. 
  • Blautur eye-liner á efra augnlokið - skemmir ekki ef hann er með glimmer eða í skemmtilegum lit.
  • Það eru allir í gallabuxum, alltaf! 
  • Bolir og peysur með teiknimyndafígúrum, myndum og þessháttar eru mjög vinsælir. 
  • Íþróttaskór, eins og við notum í leikfimi þykja svakalega flottir, sérstaklega ef þeir eru "pumpaðir" upp.
  • Litríkar teyjur, hárspennur, vinabönd og gúmmiarmbönd(svona eins og allir áttu einu sinni) eru nauðsynlegir fylgihlutir.
  • Ítalskar stelpur hlaða á sig skartgripunum: Þung hálsmen, stórir eyrnalokkar, armbönd og hringir á marga fingur er möst.
Eftir þessa verslunarferð mína gekk ég heim á leið, keypti mér gelato, stoppaði í gömlum kastalagarði skoðaði mig um þar, rosalega fallegt. Svo þegar ég ætlaði að fara heim sá ég að klukkan var ekki nema hálf 5, svo að ég ákvað að fara í parco, eða Parco Santo Augusto eins og hann heitir. Þetta er s.s. almenningsgarðurinn á móti húsinu mínu.
Mig langaði alltaf að fara til Englands sem skiptinemi, en sé sko alls ekki eftir því að hafa valið Ítalíu. En þarna, en þarna fékk ég það besta.. yndislegu ítölsku sólina og landslag sem minnir mig á "english countryside".  Svo skemmdu allar sætu villtu kanínurnar ekki fyrir..
Mannlífið hérna er svo skemmtilegt, þegar ég labbaði niður í bæ sat hópur af gömlum mönnum fyrir utan bar(barir hér eru öðruvísi en barir á Íslandi) og voru þar ennþá þar þegar ég labbaði til baka, 3 klukkustundum síðar. Hér situr fólk líka úti á bekkjum, eða bara tröppum og spjallar saman og virðir fyrir sér mannlífið. Í Parco er ekki óalgengt að sjá fólk sitjandi undir tré, á bekk eða í grasinu að lesa bók, skrifa, eða teikna. Það er líka mikið af kærustupörum sem labba saman um og leiðast, og fjölskyldufólki á leiksvæðunum og ömmur með hóp af barnabörnum, ég elska Ítali! Þeir eru svo háværir, dónalegir en samt svo kurteisir. Fólk brosir til manns þegar maður mætir því á götunni og bíður boun giorno, jafnvel þó að maður hafi aldrei séð þau áður.

Annars er allt og ekkert að frétta af mér, ég nenni ekki að segja hvað ég geri á hverjum degi. Það verður svo leiðigjarnt. Í gær fór ég samt til Cesena með lest, ein.(DÚGLEGÚST) á ítölskunámskeið með hinum skiptinemunum. Eftir á fórum við og fengum okkur gelato saman, ég fékk mér nutella frappe, sem er bara sjeik með nutella bragði, uppáhaldið mitt. Mæti klárlega í Hyrnuna 11. júlí með nutella krukku og bið um einn sjeik! Ég er líka öll út í einhverjum moskító/pöddu bitum á fótunum. Ógeðslegt, og mig klæjar ekkert smá.. en þetta lagast! :)


Og þetta sem átti að vera stutt og laggott blogg. O jæja, skelli inn myndum.
Ykkar að eilífu

xoxo Eyrún





























ESSO, fæ ekki heimþrá meðan það er bensínstöð í nágrenninu haha




















Ahhhhhhh


Þetta eru alvöru boxers.. bara vel pakkaðar saman!

Yndislega Madonnu armbandið mitt

______________________________________________________________________

Monday, October 11, 2010

Ný stundartafla


Já, nú verðiði hissa. Ég er nefnilega komin á tískubraut! Eða það vilja þau kalla þetta.. þetta er auðvitað bara hönnunarbraut. Ég er ekkert allt of sátt með það að þurfa að eyða tíma mínum í saumum, sem er líklega eina fagið á minni skólagöngu sem ég hef alltaf verið virkilega léleg í og hatað!
Auðvitað hljómar það að læra tísku á Ítalíu rosalega vel, en ég er virkilega sár að þurfa að yfirgefa bekkinn minn svona mikið, er með stelpum á 3. ári á tískubraut, en er líka með "gamla" bekknum mínum í nokkrum fögum.
           Saga tískunnar er fín, reyndar ekki eins og ég bjóst við. Núna erum við að læra um klæðnað forn-grikkja, kannski ágætis staður til að byrja. Mér líst ekkert á sauma, enda skíthrædd við saumavélar og þessar eru eins og skrímli! Ég er líka í einhverjum fyrirsætuáfanga, HAH hvað halda þessir kennarar að ég sé? Ég myndi drepa fyrir náttúrufræði, já jafnvel stærðfræði (sem að ég er ekki í lengur). Bara eitthvað gagnlegt fag... plíííís! Hvernig í ósköpunum mun ég geta fengið pósu áfangann og sauma metna í MB? Ég bara spyr.
          Landafræði er skemmtileg, kennarinn er furðuleg kona sem dýrkar mig og búin að kenna mér fullt af ítölsku, þýskukennarinn er álíka skrítinn og landafræðikennarinn er elskar mig því að ég get borið fram þýsku orðin betur en krakkarnir í bekknum sem eru búin að læra þýsku í 4 ár! 
Ég skil ekkert í sögu, en fæ alltaf böns af heimanámi til að þýða, þannig að það er ekki í uppáhaldi. - Sama gildir um ítölskuna.
         Ég ELSKA íþróttir, fyrir utan hvað ég er léleg í blaki, hehe. Kennarinn er frábærust í geimi (fyrir utan blak-áráttuna auðvitað) og hrósar mér fyrir allt. Enska er fín, 6 tímar á viku fyrir það sama og ég lærði í 7.bekk þykir mér samt full mikið af því góða, enda er ég búin með ensku í menntaskóla og þetta gagnast mér núll! Fínt samt að skilja eitthvað, og þó að kennarinn sé hávær, með furðulegan orðaforða og svipað góð í ensku og ég var í 8.bekk (Nei okey, hún er góð í ensku. Ber bara allt fram vitlaust og notar skrítin orð.) þá finnst mér þetta gaman. Hún talar alltaf um Jane Austen og Shakespeare, sem eftir sumarið eru orðin sérsvið mín. Hún lætur mig samt aldrei lesa upphátt eða svara spurningum, sem fer ROSALEGA í taugarnar á mér... Oh! Svo er Nicola farin að kalla mig Hermione Granger, því að ég með risa hár sem að hann sér ekkert fyrir(hann situr oftast fyrir aftan mig) og iða um í sætinu til að fá að svara spurningu, í þau fáu skipti sem ég skil hvað er að gerast og veit hvað svarið er. Þessi elska, ég dýrka hann! Ég hefði ekkert á móti því að vera Emma Watson samt.. svona fyrst að ég er komin inn á það umræðuefni, hún á örugglega nóg af Burberry. Það eiga svo margar konur Burberry tösku hérna!

En já, Basta blogg.. kemur annað á morgun, því að ég er búin að vera á Ítalíu í MÁNUÐ!


Kossar og knús
xoxo  
Eyrún


______________________________________________________________________

Wednesday, October 13, 2010

Bangladesh drepur mig!

Sagði að ég myndi skrifa annað blogg fljótlega..

Lífið gengur sinn vanagang hér. Allt gott að frétta samt, mér líður rosalega vel hérna og finn ekkert fyrir alvarlegri heimþrá, meira svona þrá í kókómjólk. Fór reyndar að pæla, þegar ég kem heim mun ég þá geta fundið mína eigin heimalykt? Hlakka til að komast að því!
Fór út að skokka síðasta laugardag, ætlaði að taka stutt skokk um parco til að læra að rata aðeins um hann en endaði á því að fara eitthvert lengst út í buskann. Fór bak við parco, yfir ána og ég held að ég hafi farið alla leið til Faenza.. obbosí! Samt yndislegt að fara bara út í buskann og hlaupa bara, fá smá útrás. Svo líður manni svo vel á eftir. Fer maður ekki að framleiða hamingjuhormón af því að hlaupa? Þá veit maður hvaður hvað maður gerir gegn heimþrá, hunskast út að hlaupa eða í ræktina. Ekki veitir af skal ég segja ykkur.
Skólinn er yndislegur, elska krakkana í bekknum mínum! Er samt komin með nýja stundartöflu, eins og ég sagði í síðasta bloggi, svo að ég fæ bara að vera með þeim 12 tíma á viku. Ekki sátt. Hitti reyndar tvær vinkonur Fabio, kína-bróður míns, í hinum bekknum og þær eru alveg búnar að taka mig að sér þar, þó að enskan sé ekki sú besta hjá greyjunum. Babla líka bara ítölsku við þær, og geri ensku verkefnin þeirra. Win-win situation.
Annars líður tíminn hérna rosalega hratt, vikurnar eru búnar áður en þær byrja. Með þessu áframhaldi verð ég komin heim í næsta mánuði! Finnst samt svo skrítið að ég sé búin að vera í mánuð hérna, ef þetta er 1/10,  þá eru 9 í viðbót ekkert mál, þetta líður svo hratt!

Ég fagnaði mánaðarveru minni, og sauðamessu-missi mínum, með því að vakna eldsnemma á mínum eina hvíldardegi og fara í kirkju með fjölskyldunni. Þetta er ekki sama kirkjan og ég fór í síðast, heldur einhver önnur mun sætari að utan.. en alveg jafn óhátíðleg og leiðileg að innan. Ég fór með Andrea á undan, og hitti einhverja vini hans. Þau eru kaþólskir skátar(skátar eru trúartengdir á Ítalíu) og voru að líma saman pabbakassa, ekki veit ég afhverju en það var gaman að kynnast krökkunum og hitta strákana aftur. Messurnar eru ekki jafn hátíðlegar og heima, eða kannski fannst mér andrúmsloftið ekki nógu hátíðlegt í þessari flísalögðu kirkju, og sálmarnir minntu meira á sunnudagsskólalög en sálma.
Svo flissaði ég smá þegar töffararnir, vinir Andrea, gengu um og söfnuðu pening fyrir söfnuðinn. Algjörir englabossar sem lögðu sig örugglega í klukkutíma áður en þeir mættu í kirkju eftir að hafa verið á djamminu.
Eftir messuna var einhver hátíð, við fengum að borða og ég var kynnt fyrir prestinum og einhverjum prestanema sem var reyndar mjög skemmtilegur. Afhverju í ósköpunum ætli hann vilji vera prestur?
Þetta var svo sem ágætis hátið, en það var drullukalt og ég var orðin vel þreytt eftir að hafa verið þarna allan daginn! Þannig að ég fór svo bara heim í ullarsokka og lopapeysu að kúra.
Í dag var ég í tveimur eyðum, en nei.. þá varð ég bara að gjöra svo vel að sitja inn í einhverjum tíma. Fór fyrst í ensku með 3.b(tískuhópnum) svo með 4.f(sem er tískuhópurinn í mínum bekk) og svo loksins í ensku með 4.b(mínum bekk). Mikið ofboðslega eru krakkarnir í mínum bekk góðir í ensku miðað við hin. O, hvað ég er þakklát!
Eftir skóla fór ég svo í ítölskutíma hérna í Forlí. Innflytjendanámskeið eins og ég kalla það. Fínt námskeið og ég er búin að eignast tvo vini þarna, lítinn strák og svo einn á svipuðum aldri og ég frá Rúmeníu held ég. Þeir eru bara ágætir í ítölsku og við sitjum aftast og hlæjum og pirrumst á hinu fólkinu. Óttalegir heimskingjar þetta fólk, og ég er að reyna orða þetta fallega. En kommon, ég hef búið hérna í mánuð og ég er betri en þau. Það er fólk þarna rennreipandi í frönsku, en getur ekki með nokkru móti lært að skilja muninn á buon giorno og buona sera,(sem að þarf að fara í gegnum aftur og aftur) skilur ekki þérun og muninn á formlegum samræðum og óformlegum og getur ekki með nokkru móti sagt stafina rétt. Oh, svo tekur það 2 klst. að fara í gegnum eina opnu í bókinni, þannig að ég og rúmesnku strákarnir erum alltaf löngu búin með allt og pirrumst út í hina. Sérstaklega stelpuna frá Bangladesh sem að ég sver að verður minn bani. Síminn hennar hringir svona 5 sinnum í tíma, og hún verður alltaf jafn vandræðaleg og fattar ekki að láta símann bara á silent. Svo skilur hún ekki neitt og það tekur alltaf allan tímann að útskýra fyrir henni. Hún er samt voða krúttleg.

Svo er það bara 6 week camp (meira svona 5 week camp) 14.-17.október. Hlakka til að fara, og lofa heitu og safaríku bloggi eftir þá ferð!


(Okey, smá vandræðalegt en ég gerði þetta blogg í gær(12.október) en sofnaði þegar ég var að uploada myndunum. Lagaði það til áðan, en gleymdi að ýta á "publish" áður en ég fór til Cesena, og var svo rosa sár að vera ekki komin með nein comment. Þannig að núna kemur þetta.)

Kossar í ykkar kot!
xoxo
Eyrún















Elsa skvísa að tana

Elsa póser!

Herra engispretta




 TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ELSA!

ELSKA ÞIG! :) <3


Var án gríns allan daginn að gera þetta, fékk svo sæta bekkinn minn til að skrifa undir! :)


Sætu Elsa og Eyrún!










loooooooooooooooooooooooove! 

______________________________________________________________________

Wednesday, October 20, 2010

 

5 week orientation - "An excape from reality"

Halló, halló, halló.

Nú er ég komin heim eftir að hafa eytt langri helgi (14.-17.október) í Jesi með hinum skiptinemunum á mínu svæði í 5-week-orientation. Þetta er í rauninni bara að sleppa aðeins frá raunveruleikanum hérna, kynnast hinum skiptinemunum og tala saman um vandamál sem hafa komið upp og reyna að lesa þau. Ég er svo ánægð með fjölskylduna mína að ég skammast mín næstum því!
  • Daniela, stelpan frá Kólumbíu hefur það sko ekki gott. Hún býr ein með host mömmu sinni og þeim kemur alls ekki vel saman, mamman gefur henni gamlan mat að borða(ef þið hefðuð séð myndina af 3 daga gömlu eggjunum..) og er bara leiðileg við hana!
  • Andrea frá Hondúras er líka í veseni með fjölskyldu. Henni og pabbanum kemur ekki vel saman og host foreldrar hennar sögðu henni að hún ætti við andleg vandamál að stríða vegna þess að hún væri alin upp af einstæðri móður! Hvað er að?
Svo eru fleiri að skipta um fjölskyldur, en ég man ekki hversvegna. Ótrúlega sorglegt, og mér finnst ég svo ótrúlega heppin!

Það var ótrúlega gaman, og gott að hitta hina skiptinemana og tala við þau því að við erum öll að ganga í gegnum það sama. Svo var líka gott að komast aðeins í burtu frá öllu, það var bara svoldill skólaferðalagsfílingur í þessari ferð og maður gleymdi því alveg að maður væri á Ítalíu í 10 mánuði. Við vorum á krúttlegu, litlu hóteli í Jesi. Ég var í herbergi með Dheu(Indónesía) og Önnu(Þýskaland) sem búa báðar í Cesena og ég þekki vel. Svo voru líka Charlotte(California) og Myrthe(Belgía) með okkur í herbergi. Ég hitti Charlotte í Róm og við höfðum spjallað aðeins, en Myrthe(þetta actually sama nafn og Moaning Myrtle) er bara hérna í 3 mánuði og ég hafði aldrei hitt hana áður. Þe, tta var sannkallað ólukkuherbergi, baðherbergið var alltaf allt á floti útaf sturtunni, það var ískalt en svo var bara allt í einu skrúfað frá hitanum þannig að fötin okkar á ofninum brunnu. Ég slapp samt frekar vel, bara smá á hvíta hlýrabolnum mínum og svo kom sápa í næstum öll fötin mín.. týpískt!
Merkilegt samt hvað maður smellur saman við aðra skiptinema, það þarf bara nokkrar mínútur og þá er maður orðinn besti vinur manneskju sem maður getur ekki einu sinni borið fram nafnið á! - Tengist því líklega að við erum öll í sömu sporum, og þjöppum okkur saman í hóp svona til að finnast við örugg.

Námskeiðið sjálft var nú ekki neitt hryllilega spennandi, bara verið að spyrja okkur út í hvernig okkur liði hjá fjölskyldunum og í skólanum. Gerðum allskonar lítil verkefni, eins og hvað okkur þætti skrítið/slæmt/gott/fyndið við lífið á Ítalíu, hvað við vissum um lönd hinna skiptinemanna, og hvernig við myndum bregðast við/hvað okkur finnst um ýmsilegt, t.d. að strákur og stelpa séu ein saman í herbergi, taka langar sturtur, hvað vinátta er og ýmislegt. Svörin voru fjölbreyttari en ykkur grunar, - og svona dóterí um "heiður fjölskyldunnar" er alls ekki eitthvað frá 17.öld. Stelpurnar frá Asíu mega ekki vera einar í herbergi með strákur í heimalandi sínu, maður getur jafnvel farið í fangelsi fyrir það og samfélagið lítur allt niður til manns, enda gæti eitthvað ósiðsamlegt hafa farið fram! Strákurinn frá Kína var líka illa heilaþveginn. Hann reyndi að telja okkur trú um að Dalai Lama væri hryðjuverkamaður og að mestallur hluti asíu tilheyrði í rauninni Kína. Kommúnismi er eina leiðin, og hann varð mjög reiður þegar við spurðum hann út í það hvernig honum fyndist að að ríkistjórnin stjórnaði því sem að hann sæi á netinu. (Kínverjar þurfa að fara í gegnum sérstakt ferli til að fá facebook, og þau sjá aðeins valdar síður á netinu. s.s. ekki neitt um hversu heilaþvegin þau eru og það sem að ríkið vill ekki að þau sjái).

Krakkarnir voru samt æði, og alltaf mikið fjör. Allir voru frábærir vinir og ég gæti hugsað mér að eyða öllum mínum tíma með þeim, oh hvað ég vildi að við gætum bara alltaf verið saman! Bondaði alveg sérstaklega vel við stelpu frá Finnlandi sem heitir Ilona, við sóttum svoldið í hvor aðra og mér fannst ég strax vera nær Íslandi með henni. Elsku skandinavíska fólk! Ætli að það sé ekki svona, skiptinemar sækja í skiptinema, og norðurlandabúar í norðurlandabúa! Ég sá líka þegar við vorum í hvernig mynduru bregðast við/hvað finnst þér um-verkefninu hvað Ísland og Finnland eru lík lönd, og hvað lönd eru ólík! Það er klárt mál að ég mun heimsækja Ilonu í Helsinki! Enda veit hún hvar Ville Valo býr.. og já, ég átti langt spjall um hann við hana og Charlotte og nú vita allir skiptinemarnir hver framtíðareiginmaður minn er, og ég er búin að bjóða þeim í brúðkaupið. :)

Við gerðum líka margt skemmtilegt, fórum í miðbæ Jesi að versla. Ég keypti mér tösku og Ég, Ilona og Lorin keyptum okkur allar eins buxur. Rosalega sætar buxur! Við fórum líka í Teatro Pergolesi
rosalega frægt og fallegt óperuhús, það fallegasta sem ég hef séð(ekki það að ég hafi séð mörg). Og ég fékk að syngja upp á sviðinu! - Þetta þarfnast kannski frekari útskýringa. Ein af reglunum í 5-week-orientation var sú að ef maður var seinn þurfti maður að syngja fyrir alla, og auðvitað var ég sein.. oft. En þau voru víst voða hrifin af röddinni mér, og það var alveg gert í því að láta mig vera seina. Sagt mér að það væri búið að seinka þessu og hinu, að það væri annarstaðar.. nú og auðvitað læsa mig úti! Mikið stuð, mikið stuð.
Svo var bara mikið sprell á hótelinu, þar sem alltaf var verið að sussa á okkur. Við vorum í alvörunni ekki það hávær.. Við hverju bjuggust þau þegar þau samþykktu 18 unglinga inn á hótelið, þar sem vat btw ekki mikið af öðru fólki. Fór svolítið í taugarnar á mér, sértstaklega þegar það búið að reka okkur inn í herbergi um miðnætti, og starfsfólkið byrjaði á rauðvínsfylleríi í móttökunni með miklum látum! - Okey, kannski ekki fylleríi, en þau voru með rauðvín og þau voru hávær!  Svo var líka mikið af því að læðast um hótelið að nóttu til, til að fara í hin herbergin. Síðustu nóttina laumuðumst ég, Anna (Þýskaland), Charlotte (California), Christopher (Ungverjaland), Francicso (Hondúras), Cao (Kína) og Elvis (Kólumbía) út úr herbergjunum okkar um nóttina, og settum tannkrem á andlitið á fólki, vaselín á hurðahúna og fleira klassískt. Hef sjaldan hlegið svona mikið, svo voru strákafíflin böstuð.. en við stelpurnar náðum að fela okkur og laumast aftur inn í herbergið okkar. Heimsku strákar.

Nú man ég ekki meira í bili, enda orðin allgóð lengd á þessu.

xoxo
Eyrún sem er að fara til Flórens á laugardaginn!


"hresstu þig við, liðkaðu lið.. dúddelídú, dúddelídú"

Hæ, ég heiti Eyrún og ég get borðað heila pítsu ein! :)

Pizza á hverju kvöldi!

Gellz

Gettu hvaða land ég ég - fékk Rúmeníu.. erfitt!

Uppáhaldslöndin mín - Serbia og Finnland!

Catie og ég :)

Ég og Dhea, professional í indónesískri matargerð

Charlotte - Myrthe - Catie

Ilona - Francicso - Ég

Stuð í eldhúsinu

Ég og Anna mín! :)

Ég, - Anna(Þýskaland) - Francicso(Hondúras)

Ég og Andrea(Hondúras)

Kanilsnúðar <3

Lorin - Marija - Ég - Myrthe - Andrea - Catie

Svo fallegt!

Iss, það hafa ekki allir sungið þarna :)


Hótelið
______________________________________________________________________

Friday, October 22, 2010

Elsku AFS

ÉG GET EKKI LÍST ÞVÍ HVERJU MIKIÐ ÉG ELSKA AFS ÞESSA STUNDINA.

TAKK,
TAKK!
TAKK AFS FYRIR AÐ BANNA MÉR AÐ FARA TIL FLÓRENS. 

MIG LANGAÐI LÍKA BARA MIKLU MEIRA AÐ HANGA Í FORLÍ ALLA HELGINA. :)

ÁST Á AFS! :* :* :* :* ______________________________________________________________________

Friday, October 29, 2010

"Þótt að þú sjáir ekki loftið í kringum þig, er það engin ástæða til að hætta að anda"

         Eins og alþjóð veit fór ég því miður ekki til Flórens með Kristiönu, það var eitthvað vesen með leyfi og AFS vildi frekar að við færum öll saman(krakkarnir á svæðinu) en ekki bara ég og Kristiana. Það er sem sé búið að skiptuleggja ferð til Flórens 14.nóvember að mig minnir, og ég verulega sátt með það. Mig langaði samt að fara tvær saman, því að fara sem hópur af skiptinemum minnir mig alltaf svo mikið á að ég er bara skiptinemi, og bý ekki á Ítalíu. Þegar ég er í minni hóp líður mér miklu meira "heima". 

         En helgin var nú ekki alveg vonlaus. Á föstudeginum fór ég með Andrea á skátafund. Ég vissi bara ekki hvað ég átti að gera af mér þarna inni, hlæja eða gráta. Málið er að skátar á Ítalíu eru trúartengdir. Þau byrjuðu fundinn á því að biðja saman, sem hefði nú verið gott og blessað.. en segjum bara að sumir hafi verið að lifa sig inn í bænina. Eftir fór ég svo aðeins á rúntinn með Andrea og vinum hans, en brósi tók það sko ekki í mál að ég kæmi með þeim fyrir einn kaldann, skóli daginn eftir hjá litlu systur og klukkan orðin margt, og hún örugglega sybbin litla skinnið. Hann er svo mikil dúlla, alltaf að passa mig og fær sko nóg af stríðni frá hinum strákunum fyrir af vera ofverndandi stóri bróðir.

          Á laugardeginum eftir skruppum ég og Kristiana til Rimini í staðinn fyrir Flórens. Versluðum af okkur rassgatið, laumuðumst inn í kirkju, fórum í yndislega nammibúð þar sem að ég keypti loksins bland í poka og auðvitað verðlaunuðum við okkur í endann með ljúffengum gelato. Ég gisti svo hjá henni og daginn eftir fórum við á útimarkað í bænum hennar þar sem að allt mögulegt var selt. Skartgripir, föt og í rauninni allt milli himins og jarðar! Eftir hádegi lá svo leiðin á hestamót/sýningu. Horse jumping, veit ekki hvort að það er til íslenskt orð yfir það, enda sé ég ekki litla íslenska hestinn beint fyrir mér stökkvandi yfir þessar hæðir.
           Svo lenti ég í mínu fyrsta veseni þegar ég tók lestina heim um kvöldið. Málið er að ég átti enga inneign, og síminn að verða batteríslaus þannig að host-mamma Kristiönu sagði að hún hefði sent sms til fósturmömmu minnar um að lestin mín væri lögð af stað til Forlí. Þetta gerði kellingin ekki, og ég endaði á því að þurfa að bíða ein á lestarstöðinni í Forlí heillengi. Ég ætla að taka það fram að Forlí er ekki lítil borg, það var kvöld og ég hef ALDREI verið jafn hrædd á ævinni. Ég gat ekki keypt inneign því að hraðbankinn vildi ekki leyfa mér að taka út pening, og maður getur ekki keypt inneign með korti hér. Svo til að kóróna allt dó síminn minn. Þá var ég alveg viss um að nú væri ég lent í í einhverri hryllingsmynd og mér yrði rænt eða drepin. Þá loksins kom fósturpabbi minn, sótbölvandi fósturmömmu Kristiönu og dauðhræddur um að ég hefði sofnað í lestinni og væri komin langleiðina til Mílanó. Ég veit vel að ég hefði getað tekið strætó, leigubíl eða jafnvel bara labbað heim en ég veit ekki hvað þeim finnst um að ég noti almenningssamgöngur seint á kvöldin og fannst gáfulegast að bíða á lestarstöðinni enda hefði það verið hræðilegt ef að þau hefðu svo komið á lestarstöðina og ég hefði ekki verið þar. Fósturpabbi minn sagði að ég hefði gert það rétta í stöðinni, enda væri ég örugg á lestarstöðinni. Það sem ég skil ekki er afhverju þau byrjuðu ekki á því að leita að mér á lestarstöðinni, enda löngu ákveðið að ég tæki lestina kl. 7.
          Þegar heim var komið brotnaði ég alveg niður, og grét í fyrsta skipti hérna. Held að það hafi verið komin tími á það. Ég er hægt að lýsa því hversu hrædd ég var. Ein, á útlenskri lestarstöð seint um kvöld og eina fólkið sem ég gat treyst á til að koma hafði ég þekkt í rúman mánuð. Ég var viss um að þau hefðu bara gleymt mér og myndu ekki koma. Það er ekki hægt að lýsa þessu. Það þurfti fósturmömmu mína, hundinn og aðallega minn yndislega fósturbróður til að róa mig niður. Næstu tvo daga var ég svo með hryllilega heimþrá og í hálfgerðu áfalli.

         Svo tóku við bjartari dagar, reyndar ekki með sumar og sól í haga heldur vetrarlofti og sterkri haustsól. Ég verð alltaf nánari og nánari hinum skiptinemunum í Cesena og sjálfgefið að sá dagur sem við eyðum saman verði góður dagur. Síðasta miðvikudag byrjuðum við á því að fá okkur að borða saman fyrir ítölskutímann, og eftir hann fórum við í centro Cesena á kaffihús. Þetta eru allt yndislegir krakkar sem ég get eiginlega ekki ímyndað líf mitt hér í Ítalíu án. Gullkornin og skemmtilegu mómentin sem að við eigum saman munu vera mér ógleymanleg og ég fæ í hjartað þegar ég hugsa til þess að við eigum bara 10 mánuði saman, eftir það verðum við að hverfa aftur til okkar heimshorna. Um kvöldið fór ég með fósturfjölskyldunni á enn einn skátaviðburðinn, kvöldverðar-hlaðborð þar sem að allir komu með eitthvað að borða. Þetta er ekki frásögufærandi nema það að þau voru að sýna myndir úr starfinu í slide-show, og haldiði ekki að lagið Jungle Drum með hinni einu sönnu Emiliönu Torrini hafi verið spilað undir. Þá fékk Eyrún sko tár í augun og saknaði Íslandsins síns.


Hafið það gott og endilega kvittið fyrir komu ykkar hérna fyrir neðan, hvort sem að þið þekkið mig eða ekki. Það er svo gaman að vita hverjir eru að fylgjast með.

xoxo, Eyrún stoltur Íslendingur.



















______________________________________________________________________

Thursday, November 4, 2010

Munurinn á MB og ITAS.

Ciao tutti.
Hér sit ég ein heima kl. hálf 9 um morguninn, og ákvað að nú væri kominn tími til að koma með smá öðruvísi blogg. Afhverju? Nú, skólinn byrjar ekki fyrr en kl. 10 í dag, eitthvað sem ég komst af fyrir um hálftíma síðan þegar ég mætti upp í skóla. Týpísk Eyrún.
Sá þetta á bloggi hjá einhverjum öðrum skiptinema, en ég get ómögulega munað hverjum. Ég ætla allavega ekki að eigna mér heiðurinn af því að hafa komið með þessa hugmynd.



Munurinn á MB OG ITAS.
  • Í MB kemst maður í gegnum árið með ágætis einkunnir með að gera verkefnin í tímum (eða láta senda sér þau) og gera nokkrar sætar power-point kynningar.
  • Í ITAS er maður í vondum málum ef maður skilar ekki heimavinnunni (þú fellur ef þú skilar henni ekki 4x) og allir vinna á fullu í tíma. 

  • Í MB eru gardínurnar fyrir innan gluggann.
  • Í ITAS eru þær fyrir utan..

  • Í MB þekkja kennararnir þig og þú myndir heilsa þeim ef þú myndir hitta þá á förnum vegi.
  • Í ITAS eru það eftirnöfn.. ef að kennarinn veit yfir höfuð hvað þú heitir.  

  • Í MB vinnum við öll okkar verkefni í tölvu, nema kannski í stærðfræði.
  • Í ITAS læra þau að búa til möppur og hægri-klikka í "upplýsingatækni".

  • Í MB eyðum við fúlgu fjár í að kaupa nýjar bækur fyrir hverja önn.
  • Í ITAS hafa þau verið með sömu bækurnar í 4 ár.

  • Í MB þykir það allt í lagi að sjúga upp í nefið, en engum myndi detta í hug að draga fram vasaklútinn og láta vaða hressilega í tíma.
  • Í ITAS kyppir sér enginn upp snýtukórinn í tíma, en það er argasti dónaskapur að sjúfa upp í nefið.

  • Í MB erum við með venjulegar tússtöflur og skjávarpa. Krítartöflur er eitthvað sem fólk man kannski eftir úr 1.bekk.
  • Í ITAS er beygluð tússtafla og enginn túss. Aftur á móti er þar ævaforn krítartafla sem kennarnir halda mikið upp á með tilheyrandi ískri og krítarryki út um allt.

  • Í MB er okkur frjálst að yfirgefa skólalóðina þegar okkur sýnist, og í hádeginu getum við farið í samkaup/olís/hyrnunna, heim til okkar eða fengið heitann mat hjá Brynju í hádeginu.
  • Í ITAS er lítil sjoppa sem selur snakk, nammi, gos og brauð. Að yfirgefa skólalóðina er harðbannað og maður yrði líklega rekinn fyrir að yfirgefa hana á skólatíma.

  • Í MB geta dagarnir verið mjög langir, frá 8:20-17:00, en það eru alltaf pásur á milli tíma, hádegismatur og oftar en ekki nokkrar eyður.
  • Í ITAS byrjar skólinn kl. 8:00 og er búinn annað hvort kl. 13, eða 14 á löngum dögum. Það er ein 10. mínútna pása, og skóli á laugardögum.

  • Í MB þurfa reykingamenn að gjöra svo vel að yfirgefa skólalóðina til að reykja. Þeir þurfa því að hoppa yfir á samkaupsplanið í hvaða veðri sem er til að fá nikótín-skammtinn sinn.
  • Í ITAS hafa krakkarnir sígarettuna bak við eyrað í tíma, og stinga henni í munnvikið þegar líða fer á tímann. Svo hópast allur fjöldinn rétt fyrir utan dyrnar og kveikja í, nú eða labba hring á íþróttavellinum á meðan. Það er búið að byggja skjólvegg fyrir þau, og það myndast mengunarský af reyk eftir pásuna.

  • Í MB eru oft frekar mikil læti í tíma, mikið spjallað og mikið gaman, en oftast vinnufriður.
  • Í ITAS eru 100x mmeiri læti, bæði í nemendunum sem blaðra og rífast, og kennurinum sem öskrar til að reyna yfirgnæfa lætin í nemendunum.

  • Í MB er sama stundartaflan alla önnina - og ef einhverjar breytingar eru gerðar er það stórmál.
  • Í ITAS breytist stundartaflan næstum því í hverri viku. 

  • Í MB höfum við matsal með borðum og stólum, borð og sófa á ganginum og nemendaaðstöðu niðri.
  • Í ITAS eru tveir bekkir til að sitja á..

  • Í MB er nú kannski ekki mikið félagslíf, en það er allavega alltaf eitthvað um að vera.
  • Í ITAS hafa þau ekki einu sinni heyrt orðin "nemendafélag" og "félagslíf".

  • Í MB færðu sms, eða tilkynningu á námskjá ef að tíminn fellur niður. 
  • Í ITAS færðu blað með heim daginn áður "töskupóst" sem að foreldrar þínir verða að skrifa undir. Ef þú varst ekki í tímanum, þá grey þú.


xoxo, Eyrún. 
______________________________________________________________________

Thursday, November 11, 2010

2 mánuðir, check!

Dagur 61 á Ítalíu búinn, tveir mánuðir liðnir.
         Nei bíddu, það stenst bara ekki. Þetta hefur verið svo miklu styttra, en samt svo miklu lengra. Tíminn líður afskaplega furðulega hérna. Það virðist hafa verið fyrir mörgum árum sem ég fór niður í MB og knúsaði alla bless, og heil eilífð síðan ég og Elín gistum saman síðustu nóttina og gláptum á Sex and the City áður en við fórum út á flugvöll þar sem að ég kvaddi hana, mömmu og pabba. Samt hefur tíminn hérna liðið svo hratt. Dagarnir eru langir, en vikurnar fljúga áfram, það virðist alltaf vera komin ný vika áður en hin er hálfnuð.
         Þetta eru búnir að vera yndislegir tveir mánuðir, en ég ætla ekki að ljúga og segja að þetta hafi ekki verið erfitt stundum. Ég er samt á heildina litið svo ótrúlega hamingjusöm hérna, og mér finnst ég hafa breyst og þroskast heilann helling þennan stutta tíma. Hérna tek ég lífinu með mun meiri ró en á Íslandi, og tek hlutunum bara eins og þeir eru. Er ekkert að æsa mig neitt yfir hlutum sem ég get hvort eð ekki breytt. Íslenskan er orðin mjög slæm, og ég á mestu vandræðum með að skrifa þessa blessuðu færslu og hugsa núna á ensku-dönsku-ítölsku graut.
Það er samt ansi margt búið að drífa á daga mína síðan ég kvaddi ykkur seinast og þá ber helst að nefna Halloween og ferðina til San Marínó. Annars eru venjulegir dagar hérna oftast mesta ævintýrið. Lífið hérna er ekki ennþá orðið raunverulegt, þetta er eins og draumur. Yndislegur og spennandi draumur með nýjum ævintýrum og upplifunum á hverjum degi.

         Síðasta laugardag átti ég yndislegan dag. Eins og svo oft áður þegar ég hef ekkert að gera fór ég niður í miðbæ, já bara ein, og fór í búðir. Ég elska mannlífið hérna, og get setið endalaust fyrir utan einhvern barinn með ljúffengann cappuccino, crepé eða gelato og virða fyrir mér fólkið. Ég elska líka lyktirnar hérna, á morgnanna er fersk skógar- og haust/vetrarlykt í loftinu og þegar fer að líða á daginn fyllist allt af guðdómlegri matarlykt, enda ekki lítið lagt í eldamennskuna hérna. Á kvöldin er svo skringileg en engu að síður góð reykjarlykt í loftinu. Svo er líka gaman að segja frá því að það er bar (allir staðir hér eru bar) rétt hjá húsinu mínu sem ég labba allaf framhjá þegar ég fer í miðbæinn, þar sem að hópur af gömlum, krúttlegum köllum sitja fyrir utan hvern einasta dag, allan liðlangan daginn. Þetta eru týpískir ítalkir gamlir menn í hvítum skyrtum og með axlabönd, reykjandi, kallandi og drekkandi kaffi. Við erum orðnir góðir félagar, heilsa þeim alltaf og spjalla við þá þegar ég á leið hjá. Á mín ítölsku blótsyrði algjörlega þessum köllum að þakka. Ég verslaði kannski ögn mikið þennan daginn eins og gömlu kallarnir bentu mér nú reyndar á. Keypti mér 2 gallabuxur, Ugg's, háa hæla, bol, inniskó, hlý náttföt, ilmvatn og slatta af sokkum og nærfötum. Þetta er nú kannski ekki frá sögu færandi nema það að með því að fjárfesta í þessum blessuðu náttfötum er ég búin að leysa eina af mínum helstu krísum hérna, eiginlega tvær. Málið er að hér er allt morandi í fötum með vinsælum teiknimyndafígúrum, og disney brjálæðingurinn ég á oft erfitt með mig. En sama hversu vinsælt þetta er hér, og sama hversu krúttlegt þetta er, mun ég aldrei yfirgefa húsið klædd í föt sem eiga heima á leikskólabörnum. Þessvegna keypti ég mér þessi fínu Bamba náttföt og er hæstánægð með þau.

          Daginn eftir fór ég ásamst fósturforeldrum mínum til San Marínó. En fyrir þá sem ekki vita, er San Marínó smáríki umlukið Ítalíu og einn fallegasti staður sem ég hef komið til. San Marínó er í  í Appennínafjöllunum (litlu Ölpunum), á mörkum Emilía-Romanga og Marke og umlykur fjallið Monte Titano. Öll byggðin er í hlíðum og á toppi fjallsins, eintómur halli hér á ferð. Landið er heilir 61 km2 og íbúarnir um 30.000, ekki amalegt. Þetta er samt mjög merkilegt land, eitt elsta lýðveldi heims, stofnað árið 301 af heilögum Marínusi(surprise, surprise) sem var steinútskurðarmaðursmiður. En nóg af ókeypis fróðleik í boði Eyrúnar. Ótrúlega fallegt ríki, mikið af skrítnum og spennandi litlum búðum og ég smakkaði heimsins bestu pítsu. Góður dagur og ég mæli hiklaust með því fyrir alla að kíkja til San Marínó, nema auðvitað ef þú krefst þess að fara hjólandi allra þinna ferða, þá myndi ég sleppa því.
 Við vorum líka svo heppin að hitta á gómsæta súkkulaðihátíð þar í landi, þar sem ég hitti sætan strák sem er í súkkulaðiskóla(að læra að búa til súkkulaði væntanlega) og er að læra að vera bakari. Besti parturinn var samt að hann er frá Sikiley, það fannst fósturpabba mínum allavega. Ótrúlegt hvað allir í kringum mig virðast vera frá Sikiley. Mér fannst samt best þegar hann bjó til handa mér eitthvert ítalskt sætabrauð, sýndi mér um og keypti handa mér heitt kakó og súkkulaði. Ítalskir strákar eru alveg með þetta.

Nenni ekki meiru og læt myndirnar tala.
Þangað til næst.

xoxo, Eyrún veika.

Café latte með nutella er það besta :)

Lorin(Belgía), ég og Kristiana(Lettland)

San Marino

Rosalega falleg kirkja í San Marinó, en það var bannað að taka myndir inn í henni og ég þorði ekki að stelast. :)




San Marínó og Ítalía í fjarska

Fósturforeldrar mínir

Með Adríahaf í bakrunn :)


Fallegt!

Þessi súkkulaðihátíð var alveg að gera sig

______________________________________________________________________

Tuesday, November 16, 2010


Flórens á fljótandi fæði!

Jibbí, Eyrún komin með nýtt blogg!
Oh, ég er svo dugleg. Annað en þið. Ég er ekki sátt með komment-fjöldann, þetta er ekki flókið.. og það er ekki eins og þið hafið eitthvað betra að gera, sérstaklega þið í MB sem komist ekki lengur á facebook!

Allora, í síðustu viku fór ég bara í skólann mánudag og þriðjudag því að ég var eitthvað slöpp. Bara kalt, máttlaus og illt í maganum og hausnum. Ég kenni þreytu og prótín/kalk skort í matnum hérna algjörlega um öll mín veikindi hér, enda er ég næstum því grænmetisætan, þekkt sem einhver sú mesta kjötæta sem fyrirfinnst hér um slóðir. Mig langar að vita hvernig nokkrir sem ég þekki myndu standa sig hér.. Mér fannst þau gera full mikið mál úr þessu þegar þau vildu að ég færi til læknis, en alltílagi, Ítalir eru svoldið pillusjúkir og paranoid með svona veikindi. Þá var búið að hringja í læknirinn daginn áður og búið að banna mér að borða nokkurn skapaðann hlut, ég átti  bara að gjöra svo vel að drekka te. Þeir eru svoldið háðir læknunum sínum þessir Ítalar.
Fór til læknisins, en fósturmamma mín var ekki alveg nógu sátt með hvað hún gerði lítið úr málinu, því að hún sagði mér að fara heim og hvíla mig(og ekki borða neitt),  og ef að mér væri ennþá illt á morgun ætti ég að koma aftur( og ekki borða neitt) svo að hún ákvað að nú færum við á spítala með mig. Mamma mia.. það fannst mér nú fullmikið af hinu góða. Þar var ég sett í hjólastól og svo látin bíða í klst. eftir að læknir þar kom og skoðaði mig. Hann vildi nú bara senda mig í uppskurð, því að hann hélt að botnlanginn í mér væri að springa, en þá kom hlaupandi inn annað læknir sem hélt að ég væri ólétt. Þeir rifust þarna eitthvað en á endanum var bara tekið blóðsýni(klárir þessir Ítalir) og ég látin bíða annan klukkutíma eftir niðurstöðunum úr þeim með næringu í æð. Það kom auðvitað ekkert alvarlegt í ljós, bara einhver lítil næring í gangi (sem að ég vissi auðvitað) og meiri næringu skellt í mann og einhverri rosalegri verkjalyfjablöndu. Það tók einn og hálfann tíma og svo mátti ég fara heim, og komið yfir miðnætti.
Aldrei verða veik á Ítalíu, börnin góð.

Eftir það tóku bara við dagar í afslöppun heima, og ég gerði bara nákvæmlega ekki neitt. Sem var reyndar afskaplega þægilegt, en hefði verið skemmtilegra ef ég hefði getað mönsað eitthvað á meðan.
Fór svo til Flórens á sunnudeginum með hinum krökkunum frá AFS, stalst til að borða.. og það var bara allt í lagi. Ég varð reyndar mjög pirruð þegar það var "votað out" að fara á Uffizi safnið, sem er ótrúlega frægt safn í Flórens með mörgum af frægustu málverkum heims.  En engu að síður yndislegur dagur með yndislegu fólki, og Flórens er svo sannarlega uppáhaldsborgin mín í Ítalíu hingað til!
Það er allt svo fallegt þar, byggingarnar, kirkjurnar, stytturnar og listaverkin sem eru út um allt í borginni. Svo skemmdi nú ekki að þarna var Disneybúð, Zara og H&M, en af því að það var sunnudagur var bara Disneybúðin opin og ég keypti nokkrar jólagjafir þar.  Þetta var líka síðasti dagur Kristiönu, einni af bestu vinkonum mínum hér, í Ítalíu. Hún var bara í þriggja mánaða prógrammi og fór heim tveimur vikum fyrr því að amma hennar er veik. Það var ótrúlega erfitt að kveðja hana, og mér finnst svo sorglegt að vita að ég hef svo stuttann tíma með öllu þessu yndislega fólki sem að ég hef kynnst hérna. Ælta ekki að hugsa um það. :)

Annars er allt gott að frétta af mér. Fjölskyldan er yndisleg, skólinn er hundleiðilegur en krakkarnir frábærir, orðið frekar kalt hérna en það koma þvílíkir blíðudagar inn á milli. Allt eins og það á að vera.

Kossar og knús
xoxo  Eyrún

Krúttlegasta fólkið mitt :)

Flórens er ekkert slor

Falleg stytta, og venjulega dúfa eða tvær á toppnum

Sprellaborgin!

Eyrún sátt með "Simbastyttunni"

Ef maður læsir lás þarna með vini sínum/maka þá er maður að læsa sambandinu og þá mun það aldrei slitna :)

Ponta Vecchia. (Gamla brú)


Bella Firenze!

Krúttlur :)

Elsku Kristiana sem er farin heim til Lettlands


Francisco minn og ég :)


______________________________________________________________________

Thursday, November 25, 2010

1/4 ✔ - Let other pens dwell on guilt and misery.

Hæ elsku þið!


Það er allt yndislegt að frétta af mér. Í dag er ég nákvæmlega búin með 1/4 af dvölinni minni hér, iss þetta er ekkert mál! Hef reyndar ekki frá neinu sérstöku að segja, en Guðríður bað um blogg og þá fær hún líka blogg.
Í dag á fósturpabbi minn afmæli, kallinn orðinn 49 ára. Ég keypti handa honum tvær Arnalds bækur, Grafarþögn og Kleifarvatn, á ítölsku auðvitað. Svo er ég bara búin að mönsa sikileyskt bakkelsi í dag og hafa það kósý.

Annars er rosalega lítið búið að gerast hjá mér, bara skóli og svona. Ég er orðin rosalega náin krökkunum í 4B. Þau eru alveg yndisleg, en eru alltof fljót að detta í það að tala ensku við mig. Mér finnst samt ekki alveg nógu gaman í þessum skóla, saumar og þannig vesen er bara ekki ég. Ég veit samt ekki hvort að ég nenni að vera að breyta eitthvað, enda gera Ítalir svo óskaplega mikið vesen úr hinum minnstu málum, og svo eru krakkarnir í saumahópnum líka fínir og það skiptir mig miklu meira máli.


Ítalskan er aftur á móti ekki alveg að gera sig finnst mér, ég skil samt allt sem er sagt við mig en það er bara vandamál að koma einhverjum orðum út úr sér til baka. Það versta er samt þegar manni finnst maður vera að tala ítölsku, en fólk skilur ekki hvað maður er að segja. Það er hroðalegt.
Mér finnst AFS gera of miklar kröfur til ítölskukunnáttunnar, auðvitað er spænskumælandi og rennreipandi í frönsku fljótara að læra ítölsku en íslendingur! Þau eru heldur ekki búin að redda mér ítölskunámsbókinni ENNÞÁ, þannig að við hverju búast þau?
Hinsvegar gerir skólinn alltof litlar kröfur til mín, ég verð stundum alveg drullupirruð þegar kennararnir tala við mig á bjagaðri ensku  og öskrar svo yfir bekkinn "hvernig segir maður '....' á ensku?" fyrir annað hvort orð, í staðinn fyrir að tala við mig á þessu blessaða tungumáli sem ég er að læra.


          Um daginn var ég svo í ensku með 4F, sem er tískuhópurinn af 4B. (Það er búið að troða mér í allnokkra enskutíma hérna, og ég sver að enskunni minni fer bara versnandi.) Þau voru að gera einhverja hlustunaræfingu, svo að ég sat bara og teiknaði því að ég þarf ekki að taka þátt. Svo þegar hlustunaræfingin var búin byrjaði kennarinn eitthvað að tala á ensku, og ég leit upp því að það er all óvenjulegt að þess enskukennari tali ensku. Furðulegt ekki satt? Kennarinn spurði hvort að ég vildi vera með í "umræðunni"(þau voru að læra hvernig á að tala um veðrið, alveg satt) en ég afþakkaði bara pent. Þá byrjaði kennarinn að tala um mig á ítölsku við krakkanna. Hvað ég væri hugrökk að þora þessu, hvað þetta væri erfitt fyrir mig og hversu mikið ég saknaði allra á Íslandi, það sæist bara ekki á mér því að ég væri norður-evrópskt og fólk frá Skandinavíu hefði svo mikla sjálfsstjórn og sýndi tilfinningar sínar ekki. Þetta er auðvitað satt, en aldrei hef ég sagt neitt við þessa konu um það hvernig mér líður, og mér fannst líka í meira lagi dónalegt að hún væri að tala um mig og mitt persónulega líf við þessa krakka, íslenskur kennari myndi aldrei gera eitthvað svona. Það besta var samt að þau héldu í alvörunni að ég skildi ekki hvað þau væru að tala um, held að jafnvel þótt að ég hefði ekki skilið allt, hefði ég samt nú fundið á mér að þau væru að tala um mig.  Og hvaðan fékk hún þetta um að norðurlandabúar sýndu aldrei tilfinningar sínar?

Lífið gengur bara sinn vanagang. Ítölskutímar og tjill í Cesena með hinum skiptinema-krökkunum, og svo bara venjulegt líf í hérna Forlí, krakkarnir hérna gera aldrei neitt á daginn og hanga bara heima hjá sér og læra eftir skóla svo að mér hefur ekki tekist oft að draga krakkana með mér að gera eitthvað. Það er orðið vel kalt hérna og á víst að fara að snjóa á sunnudaginn. Það er kominn smá jólafílingur í mig, þótt að það sé nú alls ekki jólalegt hérna, eiginlega engar jólaskreytingar komnar og bara ansalegt að hafa lauf á trjánum svona í lok nóvember! Ég bíð allavega spennt eftir pakkanum frá mömmu og pabba með húfunni og vettlingunum.. og íslenska namminu!

xoxo Eyrún
 SEM ER AÐ FARA Á CARNEVALE Í FENEYJUM Í MARS!

______________________________________________________________________

Monday, November 29, 2010


Lasanja og mandarínur



Elsku þið. 

Það er svo gott að blogga, það hjálpar manni að muna og það er rosalega gott að skrifa niður tilfinningar sínar. Svo verður svo gaman að lesa þetta seinna! Mæli endilega með því að blogga, eða bara skrifa í dagbók, ég geri bæði.
Nú er komin aðventa og skítakuldi. Hvað er þetta með Ítali og hafa kaldara inn í húsunum en úti?
Í gær fagnaði ég fyrsta í aðventu með því að fara til Ravenna með skiptinemum frá Bologna. Það rigndi allann daginn í Ravenna meðan alls staðar annarstaðar á Norður-Ítalíu, þar sem að ljúfur snjór sveif mjúklega niður. Ég og danskur vinur minn vorum mjög vonsvikin yfir því að þurfa að hlaupa á milli kirkja og grafhýsa í mígandi regni í Ravenna í staðinn fyrir að búa til snjóengla og snjóbolta. Engu að síður var þetta frábær dagur og alltaf gaman að kynnast fleiri skiptinemum, og ekki skemmir fyrir hvað Ravenna er falleg borg, líka í hellidembu.
Annars hefur heldur mikið drifið á daga mína sem síðan ég skrifaði seinast. Mandarínu- tímabilið er gengið í garð mér til mikillar óhamingju, mikið eru þetta ógeðslegir ávextir. Á laugardaginn snjóaði í nokkrar mínútur, og Lorin og hinir krakkarnir úr 3 mánaða prógramminu fóru heim. Ég lærði að búa til alvöru lasanja, en finnst það bara alveg jafn vont og hitt. Ítölskuskólinn minn í Forlí er búinn að vera í pásu og frír tími sem ég hef ekkert að gera við streymir inn. Ég er að ná tökum í saumavélaskrímslinu í skólanum og ítalskan er að taka stakkaskiptum. Nú þarf ég bara að kenna ítölskum unglingum að það er hægt að gera eitthvað á virkum dögum og þá get ég eignast líf.

En yfir að alvarlegri málum, því að ég er án trúnaðarmanns núna. Elsku verðandi- og núverandi skiptinemar, aldrei aldrei vera án trúnaðarmanns. Trúnaðarmaðurinn er nefnilega ekki, þó að nafnið gefi það til kynna, manneskjan sem að þú hringir í til að láta hugga þig. Þetta er manneskjan sem sér um öll þín mál og er alltaf 110% til staðar fyrir þig, og auðvitað líka þegar maður þarf að gráta smá. Carlotta, sem var trúnaðarmaðurinn minn, er núna í háskóla í Bologna en hún og mamma hennar, Clara sem er AFS sjálfboðaliði, hafa verið alveg yndislegar. Clara og maðurinn hennar keyrðu mig t.d. til Ravenna í gær, Carlotta er búin að bjóða mér til Bologna til sín og þau eru búin að bjóða mér í salami-gerð(sláturgerð einhver?) og upp í fjöll. Ef að fjölskyldan mín væri ekki svona yndisleg, myndi ég gjarnan vilja búa hjá þeim!
Clara er yfir AFS Forlí, en af því að ég er sú eina í Forlí tilheyri ég AFS Cesena, ég skildi þetta ekki fullkomnlega en ég held að það sé ástæðan fyrir því að Clara má ekki vera sjálfboðaliðinn minn lengur (hún var það í smátíma). Mér finnst AFS Cesena ekkert hugsa um mig, og allt sem þau skipuleggja fyrir skiptinemana er gert án þess að lata mig vita eða taka tillit þess að ég þurfi að taka lest heim svo að viðburðirnir eru oft seint á kvöldin og langt frá lestarstöðinni, og aldrei býðst neinn til að skutla mér á lestarstöðina eða það sem betra væri, að keyra mig þessa litlu vegalengd sem er á milli Forlí og Cesena. Þannig að aldrei fær aumingja ég að vera með, og hef misst af ansi mörgum skemmtilegum kvöldum, t.d. kveðjuboð fyrir Lorin! Clara bauð mér til Rómar í síðustu viku, en AFS Cesena bannaði það, því að hún ætlaði bara að bjóða mér en ekki öllum frá Cesena. Erum við að ræða hræsnina í þessu fólki? Þetta er eins og að banna hinum krökkunum að fara í ferð með fjölskyldum sínum eða vinum fjölskyldunnar því að þau "taka ekki hina með".
Ég er orðin nokkuð sammála fósturpabba um að ég hefði átt að tilheyra AFS Bologna í staðinn eins og stóð til fyrst, sérstaklega eftir að hafa hitt krakkana þar.

Afhverju enda bloggin mín alltaf á bitru nótunum?

xoxo, Júrna.


Bologna kiddós










Noregur - Dómíníska lýðveldið - Ísland

Danmörk- Kólumbía- Ísland - Bólivía - Finnland- Noregur - BNA - Þýskaland - Dóminíska lýðveldið.


Dante félagi

Gröfin hans Dante, kósý






Fiskar í kirkjunni


Kirkjur og grafhýsi eru náttúrulega frábærir staðir fyrir myndatökur


 
Því að ég er svo mikil skvísa..
______________________________________________________________________


Wednesday, December 8, 2010


Lífsplön

Eitthvað voru sumir farnir að kvarta yfir bloggleysi hjá mér, og þá ætla ég að nota tækifærið til þess að kvarta yfir commentleysi hjá öðrum. Það fer rosalega mikil vinna í hverja færslu hjá mér og commentin ykkar skipta mig meira máli en þið getið ímyndað ykkur, og ekki kosta þau ykkur neitt. :)

Ég hef ekki frá miklu að segja, en ég ætla nú samt að reyna að koma einhverju mis-gáfulegu frá mér. Málið er að þegar maður er skiptinemi, hefur maður óvenjulega mikinn tíma til að hugsa og leiðilegar kennslustundir þar sem maður skilur ekkert breytast oft í Plana-Hvað-Ég-Ætla-Að-Gera-Í-Lífinu-Tíma, eða ef það er slæmur dagur Ó-Hvað-Ég-Sakna-Lífsins-Míns-Tíma. Oftast samt það fyrrnefnda.

Ég er tildæmis búin að ákveða það að ég ætla sem sjálfboðaliði til Afríku eða Indlands þegar ég klára stúdentinn (http://www.aevintyri.blogg.is/ kíkið á þetta blogg) og svo langar mig líka til að vera Au-pair í Englandi, Þýskalandi eða Bandaríkjunum. Auk þess langar mig rosalega í nám í Englandi eða Danmörku, svona til að ná dönskunni fullkomnlega, en ég er orðin ansi sleip af því að reyna að halda uppi samræðum við danska vini mína hérna á þeirra ylhýra. Svo er ég búin að vera að skoða háskólanám heima á netinu, og mig langar bara til að læra allt! Líffræði, sagnfræði, bókmenntir, fornleifafræði, tungumál, nefndu það!
Ég ætti kannski að reyna að einbeita mér af því sem að ég er að gera núna, og klára svo skólann þegar ég kem heim, en þessi tími sem ég hef eytt hérna hefur virkilega fengið mig til að hugsa um hvernig ég vil eyða lífinu og hvað ég vil reyna að afreka, hvað ég vil sjá og hvað ég vil prófa. Mig langar svo margt, og ég mun svo sannarlega reyna að gera sem flest af því, og gera það með fólki sem að mér þykir vænt um.

Sumarið 2011 er orðið vel planað, og það verður sko engin lognmolla yfir mér þegar ég kem heim! Auk þess ætla ég að taka mér ansi margt fyrir hendur; taka skiptinema, vinna með skólanum, halda áfram söng- og fiðlunámi, vera í Gettu-Betur hópnum og kórnum í MB ef þau vilja mig, halda áfram í skátunum, byrja aftur í körfubolta og vera dugleg að mæta í spinning og auðvitað reyna að teka sem flestar einingar í skólanum og standa mig þar! Við sjáum hvernig þetta gengur, haha!

En aftur af lífs- og ferðaplönum. Sumt af þessu hljómar kannski ógáfulega og óraunsætt, en mig langar t.d. að fara til Suðurskauts-landsins, sjá Machu Piccu, klífa Kilimanjaro í Kenýa, búa í Englandi og einhverju norðurlandanna, fara til Egyptalands og sjá píramídanna og Níl, fara til Indlands, sjá komodo-dreka í Indónesíu, fara til Serbíu, keyra þvert yfir Bandaríkin og sjá Grand Canyon og fl. staði, fara í fallhlífastökk, fara til Istanbúl, klappa ljóni, sjá Kínamúrin, Karstic peaks og forboðnu borgina, ferðast um Sahara-eyðimörkina, sjá Mount Everest, fara til Parísar og sjá Versali, synda með höfrungum og hvalháfum, fara til Grikklands, fara til Ástralíu og sjá stóra kóralrifið og Rauða-Klett, hlaupa á eftir leigubíl með take-away kaffi í Manhattan, fara til Búdapest, fara til Rússlands og sjá Vetrarhöllina í Pétursborg, Moskvu og Síberíu, fara til Páskaeyja og svo miklu, miklu meira.
Ég nefndi ekki einu sinni alla hlutina sem að mig langar að sjá og prufa hérna á Ítalíu (það yrði bara of langt) og öll tungumálin sem mig langar að læra, en ég ætla svo sannarlega að reyna að gera sem flest af þessu. Ég þarf auðvitað að finna tíma fyrir þetta allt saman, svona samhliða námi, vinnu og fjölskyldu í framtíðinni. En hey; það er hollt að láta sig dreyma!
Ætli ég endi sem einhleypa frænkan sem kemur aldrei á fjölskyldumót en sendir bara póstkort frá framandi löndum og kemur heim með skemmtilegar gjafir handa krílunum sínum?  Úff..


Punktur og basta í bili.

xoxo
Ykkar Eyrún





 - Frá framtíðarferðalögum mínum! 
______________________________________________________________________


Sunday, December 19, 2010


Hundrað dagar!

Í dag er ég búin að vera á Ítalíu í 100 daga, það þýðir að það eru bara 204 eftir. Tíminn líður asnalega hratt. Með svona stutt í jólin var ég búin að búa mig undir heimþrá í dag, en í staðinn fékk ég bara hálsbólgu og kvef. Ég kvarta reyndar ekki, og ætla að nýta þennan morgunn í bloggskrif og íslenskt nammiát. Er búin að fá pakka frá mömmu og pabba, sem var meira en mánuð á leiðinni, og líka frá Ingu, Guðríði, Sólveigu og Margréti. Þessar elskur.

Ekki slæmt að eiga svona góða að


Desember er búin að líða mjög hratt og ánægjulega, með allkonar skemmtilegum frídögum og uppákomum. Ég skrapp með fósturforeldrum mínum til Cesenatico, sem er lítill, fallegur  bær við Adríahafið, fór til Cesena oftar en einu sinni og eyddi deginum með Dheu og Francisco að labba um í fallega miðbænum og smakka allskonar góðgæti sem er selt þar á básum. Fór á viólutónleika í ljótu kirkjunni með fósturpabba á guð-fyllti-maríu mey-heilögum-anda deginum, fagnaði þriggja mánaða dvöl á Ítalíu, gerði salami heima hjá Clöru með gömlum köllum og sætum strákum, fór svo í AFS partý í Cesenatico þar sem að Ísland vann í Hvaða-land-gerir-bestu-hamborgarana keppninni, þetta var auðvitað bara venjulegur, sveittur ostborgari borinn fram með McCain frönskum! Svo var dansað salsa fram undir morgunn og mikið hlegið. Daginn eftir fór ég með Dheu á fótboltaleik sem að Lorenzo var að dæma og eftir það hittum við hina skiptinemana og skoðuðum jólaskreytingarnar og jólamarkaðinn, og enduðum auðvitað inn á uppáhaldskaffihúsinu okkar með nutella-latte. Svo fékk fékk ég pakka frá bestu stelpunum mínum á Íslandi með fallegum bréfum og íslensku nammi. Ég elska þessar mellur, eins og vitur maður eitt sinn sagði.

Cesenatico


Maya mín

Jólamarkaður í Cesena


Þessi er nýji litli bróðir minn :)

Verðlaunahamborgari in the making


Fólkið mitt :)




Á Santa Lucia(Lúsíumessu) fór ég með fósturforeldrunum á jólamarkað í Forlí, sem er loksins búið að skreyta smá. Svo byrjaði loksins að snjóa fyrir tveimur dögum, og ég skrapp en og aftur til Cesena þótt að allar samgöngur væru í rugli, fór á McDonalds með Matildu, Francisco og Dheu, og tók svo Indónesíu og Hondúras í LÍS 103 (Leika í snjónum). Síðustu dagar hafa svo aðallega farið í að klára að kaupa jólagjafir og svara bréfum, sem ættu að koma til Íslands á svipuðum tíma og ég, ef ég þekki póstþjónustuna hérna rétt.

Ánægð með snjóinn

Annars gengur allt áfallalaust og auðveldlega fyrir sig. Skólinn einkennist af hlátursköstum og teiknidúlleríi. Ég er orðin helvíti góð í blakinu þótt að uppgjafirnar séu ekki mín sterkasta hlið, og í gær komst ég loksins í körfubolta með einhverjum peyjum. Allar jólaskemmtanir hafa fallið niður því að einhver kennari í skólanum dó, en í staðinn fór ég bara í tölvutíma og las bloggið hennar Tobbu Marínós eins og venjulega, vantar bara einn latte. Þannig ættu allir skóladagar að vera.

Þetta er styttra en venjulega, en þið fáið örugglega mörg krassandi blogg um jólahefðir ítala, en mér skilst að fiskur og pasta séu á matseðlinum, og pakkarnir opnaðir 25. desember, sem er auðvitað skandall út af fyrir sig.



Kossar og knús til ykkrar
xoxo, Eyrún.

______________________________________________________________________

Wednesday, December 22, 2010


Þjóðarstolt

Ég er mikið búin að vera að pæla í þjóðarstolti undanfarið. Íslendingar vita auðvitað að Ísland er besta landið og að Íslendingar eru besta fólkið, og að sjálfsögðu er íslenska leiðin til að gera hlutina sú rétta. Vandamálið er bara að allar aðrar þjóðir heims eru það vitlausar að halda að þeirra leiðir, siður og venjur séu betri. Hvað er málið með það?

Ég á marga vini af erlendu bergi brotnu, sem eru útlendingar búsettir á Íslandi, og hef oftar einu sinni og oftar en hundrað sinnum heyrt þá segja hvað þessi þjóðrembingur í Íslendingum sé pirrandi, en er þjóðarstolt þeirra eitthvað minna? Stolt Íslendinganna fer allavega í taugarnar á þeim, og er það ekki vegna þess að þeim finnst þeirra heimaland og þeirra venjur og siðir betri en íslenskir, og íslendingar eru nú meiri fíflin að vita ekki að þeirra land er betra, enda veit hver heilvita manneskja það. Nákvæmlega eins og Íslendingunum.

Ítalir eru mjög stoltir af því að vera Ítalir. Þeir eru stoltir af því að því að tala ítölsku, búa á þessu sögufræga landi og þeir eru rosalega stoltir af menningu sinni. Og á meðan ég verð þeim ævinlega þakklát fyrir pítsur og pasta, og auðvitað falleg málverk og arkitektúr, þá eru þeir nú óskaplega vitlausir stundum. En það er bara vegna þess að ég er Íslendingur, og ég hef alist upp við það að læra að eitthvað sé réttara/betra en annað, ef ég væri ítölsk fyndist mér þetta líklegast allt saman gott og blessað, en hér er ég fussandi og sveiandi, hristandi höfuðið eða að hlæja mig máttlausa af afhæfum þessarar furðulegu þjóðar. En er það ekki bara í lagi? Mega hlutirnir ekki bara vera öðruvísi, og er ekki bara fínt að okkur finnist aðrar þjóðir svoldið skrítnar. Við getum þá hlegið að því seinna og jafnvel lært eitthvað gagnlegt, og svei mér, kannski er íslenska leiðin ekki best!

Er þjóðarstolt ekki bara að vera stoltur af uppruna sínum og samlöndum, og er það ekki bara í besta lagi? Þjóð sem fyndist t.d. Frakkland vera besta land í heimi, og myndi fylgja frönskum siðum og venjum vegna þess að þeim fyndist Frakkar einfaldlega gera hlutina rétt, væri nú ekki mikil þjóð! Þjóð án þjóðarstolts og stolts yfir venjum sínum og siðum er einfaldlega ekki þjóð.

Þannig að ég mun halda áfram að fussa yfir því þegar Ítalir segja að Kólumbus hafi fundið Ameríku, að þurfa að nota hárþurrku alltaf, að þeir eigi ekki ostaskerara og borði hamborgara án brauðs. En ég geri það án fordóma, því að það er allt í lagi að gera hlutina öðruvísi.. jafnvel þótt að ég viti vel að Leifur heppni fann Ameríku og að það fer illa með hárið að nota hárþurrku!


______________________________________________________________________

Saturday, December 25, 2010


Jólablogg I

Gleðileg jól, kæru Íslendingar.
Hér sit ég í stóru kojunni minni um jólanótt, mamma og pabbi sofnuðu svo að við förum líklegast ekki í miðnæturmessu úr þessu. Pakkinn frá mömmu og pabba á Íslandi komst því miður ekki í tæka tíð, en póstmaðurinn hefur samt komið með rauða pakka handa mér á næstum því hverjum degi, og alltaf eru þeir jafn velkomin sjón.
Ég ákvað að nú væri jafn góður tími og hver annar til að opna íslensku pakkanna mína og blogga smá, fyrst að ég fann smá jólaskap og hátíðleik. Því sit ég hér með Diskóeyjuna í eyrunum(í Eyrúnum?) umkringd gjafapappír, og gjafirnar í ár voru aldeilis ekki af verri endanum. Takk stelpur, vi voglio bene.

Þorláksmessa var skrítinn dagur. Síðasti skóladagurinn, loksins komið jólafrí. Ég byrjaði á að fara í klippingu með mömmu, fékk loksins mína jólaklippingu. Þegar ég kom heim beið eftir mér fallegur og rauður pakki merktur Póstinum frá Ísfold minni, svo að dagurinn byrjaði aldeilis vel. Svo bráðnaði seinasti snjórinn, en það var spáð mikilli snjókomu daginn eftir, sjálfann Aðfangadag. Á meðan fjölskyldan mín á Íslandi hittist í Skötuboði heima borðaði ég harðfisk með bróður mínum og hundinum og horfði á Big Bang Theory, því að mamma nennti ekki að elda. Þó að skatan sé ekki í miklu uppáhaldi hjá mér er þetta skemmtileg hefð og ég held að ég geti ekki kvartað á næsta ári. Ég saknaði samt mest að fara ekki í kaupfélagið með pabba og kaupa inn fyrir jólin, alltaf rífandi jólastemming í Hyrnutorginu á Þorláksmessu.

Á Aðfangadag vaknaði ég seint(um kl. 10) og missti því að fara í jólainnkaup með mömmu. Ég fékk pasta í hádegismat, og eftir hann horfði ég á jóla-Simpson þátt með fjölskyldunni. Þegar klukkunna loksins sló 6 (það slóu samt engar klukkur, sem að mér þótti mjög sorglegt) var ég ein heima að horfa á True Blood. Bróðir minn með vinum sínum og foreldar mínir úti að labba með hundinn. Þegar þau komu heim opnuðum við nokkrar gjafir, og mikið fannst mér leiðilegt að hafa ekkert að af gefa þeim því að jólagjafirnar þeirra frá mér eru líklegast komnar til Kuala Lumpur ef ég þekki póstþjónustuna hérna rétt. Ég fékk úr, ótrúlega fallega eyrnalokka, bókina Il Piccolo Principe og rauðar nærbuxur (það boðar lukku að klæðast rauðum nærfötum á nýársnótt.) Eftir það talaði ég við fjölskylduna mína á Íslandi á skype, yndislegt að sjá þau og upplifa smá íslensk jól. Jólaskapið hefur nefnilega ekki verið mikið hjá mér, því að hér er svo lítið sem minnir á jólin. Snjórinn er bráðnaður, og það eru eiginlega engar skreytingar, hvorki í heimahúsum né í bænum. Það heyrast varla nein jólalög í útvarpinu og vantar hreinlega þennan jólaanda og hátíðleik sem ég vanalega finn dagana fyrir jól. En það að tala við litlu krúttin mín um hvað þau fengu í jólagjöf kippti því í lag, og ég held að það sé óhætt að segja að ég verði mikið jólabarn næstu jól. Ekkert jafnast á við íslensk jól. :)
   
Sætu pabbi og mamma á Íslandi :)


Og hér sit ég ennþá með þrist og smákökur frá tvennunni Elsu og Jovönu, hamingjusöm og þakklát fyrir góða vini og góðar fjölskyldur og þetta tækifæri sem ég hef fengið til að skoða heiminn og prófa nýja hluti. Guð mætti þó henda inn í Egils Malt og Appelsín, jólasnjó og hangikjöti.. just sayin'. :)

Gleðileg Jól - Buon Natale - Glædeleg Jul - Happy Christmas - Feliz Navidad


Vona að þið hafið það gott, og að þið borðið mikið og hlæjið meira
Baccione
xoxo

Eyrún



______________________________________________________________________

Monday, January 3, 2011

Nýtt ár

Áramótaávarp forsætisráðherra skiptinema

          Ég trúi varla að árið 2010 sé búið. Þetta ár er búið að vera frábært, lærdómsríkt, spennandi og umfram allt viðburðarríkasta, erfiðasta og um leið skemmtilegasta ár lífs míns. Ég er búin að prófa svo margt nýtt, gera svo margt sem að ég bjóst aldrei við að ég hefði kjark í og er búin að læra fullt, og ekki síst um mig sjálfa, Og núna er ég ekki bara að tala um dvölina á Ítalíu, heldur hefur allt árið verið yndislegt, og ég vil  þakka vinum og fjölskyldu fyrir yndislegan tíma og ég hlakka til að gera sumarið 2011 ennþá betra en sumarið 2010 (sem að mér finnst ansi verðugt verkefni!)

Áramótin voru frekar róleg, borðaði pasta um kvöldið og fór svo á diskó, horfði á flugeldasýninguna á torginu á miðnætti og var komin heim fyrir klukkan 3, þessir Ítalir! Spjallaði við liðið heima og vaknaði daginn eftir "rosalega seint" um hádegi, þegar sumir heima voru kannski að skríða upp í rúm.
Ég myndi hafa þetta lengra, en mér dettur ekkert í hug og ég er farin niður í bæ að fá mér morgunmat með skvísum, því auðvitað vaknar maður kl. 6 (lestist 5) í jólafríinu sínu!

Gleðilegt nýtt ár allir og takk fyrir það gamla.
Við sjáumst þá á þessu ári!

xoxo
Ykkar Eyrún sem mun svo sannarlega sofa út í júlí 2011!












































______________________________________________________________________

Wednesday, January 19, 2011

Breytingar

Elsku þið.
Ég vona að nýja árið leggist jafn vel í ykkur og það leggst í mig. 2011 verður frábært ár. Ég er stútfull af orku og allt er eitthvað svo frábært og spennandi þessa dagana þótt svo að það sé búin að vera leiðinda kuldi og blindaþoka í viku!
Ég er bý núna hjá Clöru, Mauricio og Carlottu og er búin að vera hjá þeim í tæpa viku. Og áður en þið missið ykkur, þá er það bara tímabundið, í 2-3 vikur á meðan hin fjölskyldan vinnur úr einhverjum vandamálum sín á milli. Ég hefði reyndar ekkert á móti því að búa bara hér, hef það endalaust gott. Clara og fjölskylda búa í stóru, fallegu húsi í fyrir utan smábæinn Coccolia (sem tilheyrir Ravenna og er því slatta frá Forlí), með tveimur hundum, tæru sveitalofti og hanagali á morgnanna. Eini gallinn er auðvitað öll ferðalög, ég vakna fyrir klukkan 6 á morgnanna og tek skólabíl til Forlí kl.7:15, sem stoppar blessunarlega fyrir framan skólann minn tuttugu mínútur í 8. Ég sem er svo vön að skoppa bara í skólann rétt fyrir 8! Það að geta ekki eytt deginum vafrandi um miðbæ Forlí er eitthvað sem ég sakna líka. En þegar ég er komin í betri rútinu og búin að læra almennilega á strætókerfið blessast þetta allt saman.

Restin af jólafríinu mínu leið ansi ljúflega með morgunskokki eftir stíginum bakvið almenningsgarðinn í Forlí, nú eða morgunmat á einhverju kaffihúsi með vel völdu fólki, og dögum eyddum á útimörkuðum eða í búðarölti í miðbænum.
Síðustu helgi frísins tók ég mig til og fór á Cervia með Önnu(Þýskaland), systur hennar og vinum á skauta og svo héldum við Anna í leit að sjónum, en ströndin hér er öll girt af því á sumrin borgar fólk fyrir að fara á hana, þvílík hneysa! En við fengum allavega sjólykt.
Um kvöldið fórum við Anna svo í bíó með Dheu(Indónesía) og Matildu, sem er stelpa frá Ástralíu hérna í tveggja mánuða prógrammi(ekki á vegum AFS). Við fórum á ítölska mynd sem heiti La belezza del somaro, og er í einu orði algjört bull en gefur samt nokkuð góða mynd af því hvernig ítalir eru. Mun svo sannarlega að kaupa hana á dvd og neyða svo alla heima til að horfa á hana með mér!
 Eftir myndina fórum við svo á lítið og kósý kaffihús/bar í Cesena sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Taktu bókabúðina úr Fríðu og Dýrið + gamalt bókasafn, hentu inn nokkrum borðum, kósý stólum og sófum og bar, bókalykt + kakó- og kaffilykt og hundruðum bóka og tímarita, og þú ert komin með stemminguna.
Þar gæddum við okkur á ljúffengu heitu súkkulaði, sem er svo þykkt að það minnir helst á kakósúpu í föstu formi, og spjölluðum fram á nótt. Ég gisti svo hjá Önnu í fallega, fallega húsinu hennar og daginn eftir fórum við með Danielu og Giödu á markað í Cesena áður en ég hélt heim á leið.
Síðasta laugardagskvöld horfði ég svo á Il Piccolo Nicolas E I Suoi Genitori, s.s. Le Petit Nicolas með Clöru og fjölskyldu. Sú mynd er orðin uppáhald, og ef þið hafið ekki séð hana drífið í því strax! Svo fór ég svo með Carlottu og vini hennar á einhvern bar/skemmtistað í Ravenna og þið getið ekki ímyndað ykkur nostalgíu-kastið sem að ég fékk þgar sum laganna komu, alltof miklar minningar frá söngkeppninni á AK og sumrinu! (Ps. allir statusar á facebook um hvað böll á Íslandi eru skemmtileg og hvað þið höfðuð það fokk gaman um helgina eru mjög óvelkomnir. Líka statusar um kjötsúpu, íslenskt nammi og pepsí max. Hafið það ógó leiðilegt þangað til í júlí). :-*

Það var auðveldara en ég hélt að byrja aftur í skólanum, að komast í rútinu. Frábært að sjá alla aftur og byrja að gera eitthvað af viti. Andrúmsloftið á heimilinu var samt orðið ansi stíft, svo að mér finnst rosalega gott að vera aðeins komin í sveitasæluna núna. Mér þykir rosalega vænt um fósturfjölskylduna mína, en ég er að reyna að njóta þess að vera hérna án allra áhyggja.
En aftur að skólanum. Mér gengur alveg æðislega, þó svo að ég vildi óska að ítalskan mín væri aðeins betri, saumavélaskrímslið á það stundum til að vera mannígt en allt annað gengur ljómandi vel. Í ensku þarf ég að sitja undir vitlausum framburð og þýðingum, og þarf oftar en ekki að bíta inn í kinnarnar til að þegja, en ég finn huggun í því að við erum allavega að lesa sonnetur Shakespeare. Í gær kynnti ég fyrir bekknum mínum sögu Íslands á 15.-18.öld á ítölsku og gekk líka ljómandi vel, þó að hálf-tyrkneski strákurinn hafi ekki verið að meta Tyrkjaránið og að að Tyrkir hefðu lengi vel verið réttdræpir á Íslandi. Í landafræði er ég að læra um Japan, og núna erum við að horfa á The Last Samurai, sem er auðvitað frábærlega valin mynd, enda óendanlega löng! Í næstu viku tek ég svo að mér enskukennslu í einskonar þemaviku-mótmælum í skólanum. Við sjáum til hvernig það fer.

Fyrirgefið bloggleysið, og myndaleysið. Ég er bara svo löt!
A presto.

Ykkar Eyrún.

"To be is to do"-Socrates

"To do is to be"-Sartre

"Do Be Do Be Do"-Sinatra

______________________________________________________________________