Thursday, June 16, 2011

Endirinn

          Síðustu skóladagarnir voru.. skrítnir. 

Ég hugsaði í sífellu að þetta væri la fine, endirinn. Það er sorglegt að hugsa til þess að ég muni aldrei aftur vera nemandi í þessum skóla, að ég muni aldrei aftur eiga heima hérna. Ef ég kem aftur, kem ég bara í heimsókn. Það var aldrei erfitt að fara frá Íslandi, ég vissi alltaf að ég kæmi aftur heim og þó að ýmislegt myndi breytast væri þar alltaf gamla lífið bíðandi eftir mér. En hérna er ég virkilega að kveðja fyrir fullt og allt. Og það er erfitt.


         Krakkarnir í skólanum voru yndisleg og gerðu síðustu daganna sannarlega ógleymanlega. Það var mikið flissað, mikið hlegið og hlaupið um ganganna í einhverjum kjánaskap. Elsku greyin reyndu svo að undirbúa óvænta veislu handa mér síðasta daginn, og fengu strákarnir í bekknum það hlutverk að halda mér frammi á göngunum á meðan hinir skipulögðu viðburðinn. Það var frekar augljóst að sjá í gegnum þetta, enda bara það að kennarinn gæfi þeim leyfi til að vera framm í tíma mjög grunsamleg. Pollarnir mínir fengu því mikla fræðslu um hina svokölluðu 'deitmenningu' íslendinga, sveitaböll og útihátíðir meðan við gengum hringi á íþróttavellinum í steikjandi hita, pirruðum konurnar sem vinna í sjoppunni og prufuðum allar týpur af sætindum og nammi eru seldir þar. Það má því búast við allavega þremur ítölskum herramönnum í heimsókn bráðlega að upplifa sveitaböll og alvöru djamm, óþarfi að þakka mér.

Næst-síðasti skóladagurinn, 10.júní takk fyrir, var sá besti. Kennararnir töluðu ekki um annað en hvað að lífið yrði nú tómlegt án litla íslendingsins, knúsuðu mig og kysstu, og svo fékk ég auðvitað nokkrar bækur í gjöf. Sögu/ítölsku/bókmenntakennarinn gaf mér bók eftir Leopardi(google it) þar sem er kafli um íslending sem ferðast um allann heiminn í leit að stað þar sem að náttúran er ekki slæm(því að allstaðar er alltof kalt eða alltof heitt) og ítölskukennarinn gaf mér dagbók til að skrifa um 'framtíðarævintýri' mín í. Eftir skóla fórum við svo nokkrar stelpur saman með listasögukennaranum á safn með verkum eftir Merlozzo, sem var listamaður frá Forlí sem hafði mikil áhrif á Rafael og Michelangelo meðal annars.
Um kvöldið fór ég svo út að borða með tveimur uppáhaldsbekkjunum mínum, 4F og 4E. Það vildi svo skemmtilega til að lokaársnemarnir og kennararnir voru úti að borða á sama stað, svo að við notuðum auðvitað tækifærið til að hafa aðeins meiri læti en nauðsynlegt var og auðvitað að taka myndir með uppáhaldskennurunum. Mikið flissað og mikið rætt um íslenska goðafræði, merkilegt hvaða vitneskju fólk safnar að sér.

Síðasti skóladagurinn var óskaplega sorglegur. Krakkarnir voru búnir að skipuleggja smá veislu fyrir okkur bekkinn og allir komu með eitthvað gott að borða, og auðvitað bakaði ég kanilsnúða. Ég hljóp svo út um allann skólann í leit að kennurunum mínum til að gefa þeim gjafir, en ég keypti bækur eftir Arnald Indriðason handa þeim öllum, á ítölsku auðvitað. Annars fór tíminn aðallega í að borða, hlæja og taka myndir. - Þangað til að krakkarnir komu með gjöfina mína, þá fór ég að gráta, og hágráta.
4E gaf mér stórt karton þar sem að þau höfðu öll skrifað nöfnin sín og einhverja minningu, og 4F gaf mér hvítann stuttermabol sem skrifað var á We <3 Eyrún og nöfnin þeirra og sæt skilaboð á bakið. Eftir skóla fórum við svo saman að kaupa ís áður en við kvöddumst, svo er bara um að gera að nota þennan litla tíma sem er eftir til að kveðjast almennilega.
Elsku besti bekkurinn minn, ég á eftir að sakna þeirra svo mikið.

Nóg í bili, ég ætla að reyna að vera að dugleg að blogga aðeins um síðasta spölinn, bara 25 dagar þangað til að ég kem til Íslands og í að allri bloggvitleysu ljúki í bili.
Í fyrramálið er það bara lokacampið hjá AFS í Modena, og eftir það eru bara örfáir dagar og allir troðfullir af plönum.


Of mikið af gera, of lítill tími.


Ástarkveðjur,
Eyrún


















        

2 comments:

  1. mer finnst þú alltaf verða likari og likari systrum þínum!
    hlakka svo ótrúúúlega til að þú komir heim:*
    btw ups sma partyblettur á einni myndinni hja einni stelpunni haha:D
    hannadora

    ReplyDelete
  2. Frábært að heyra að þú sért að njóta þín síðustu dagana þarna úti :)

    Ég hlakka sjúklega mikið til að fá þig heim! :* ..og það eru bara nokkrir dagar þangað til!! VÍÍÍÍÍJJ!

    ReplyDelete