Thursday, March 31, 2011

Skiptivikan á Sikiley

Elsku þið

Nú sit ég með ferskan blóðappelsínusafa(enginn trópí samt) í 25° hita út á svölum að njóta vorsins . Já, vorið hér, sem er nýbyrjað, er eins og heitur sumardagur heima á Fróni. Það eru komnar ansi margar freknur á nefið,og svei mér ef ég hef ekki nælt mér í smá tan. Ég!

Freknufjölgunin mun þó ekki vera ljúfum vordögum í Forlí að þakka heldur heitri sólinni á Sikiley, aðeins um 200 km fjarri stríðinu í Líbíu. Þann 17. mars flaug ég frá Forlí til Cataníu á Sikiley. Flugið gekk áfallalaust fyrir sig, og það var ekki laust við að ég fyndi til smá stolti að geta ferðast svona alveg ein! Útsýnið úr gluggasætinu mínu var ótrúlegt, auk þess að fljúga yfir Forlí og nágrenni sá ég Rimini, strönd Króatíu hinum megin við litla Adríahafið mitt. Við flugum yfir Napolí, sá Pompei úr lofti! Flugmanninum fannst ekki leiðilegt að taka leiðsögumanninn á þetta og þegar við þurftum að bíða eftir að fá að lenda tók hann rúnt yfir miðjarðarhafið til Afríku. Þannig að nú hef ég séð Afríku, hálfur draumur búinn að rætast. Nú þarf ég bara að komast á Afríska jörð!
          Ég lenti í Cataníu um hálf 11 leitið, það var ansi mikilfenglegt að lenda við rætur Etnu, sem er stærsta eldfjall Evrópu, og með þeim virkustu. Fjallið gnæfir gjörsamlega yfir borgina! Á flugvellinum tók við löng bið þangað til að ég loksins fann Juliu, brasilíska stelpu sem var líka að koma til borgarinnar Gela í skiptivikunni. Stuttu seinnar fundum við hina finnsku Söru, og hostfjölskyldu Rebecu, annarar brasilískrar stelpu. Ég og Julia tókum svo rútu saman frá flugvellinum til Gela. Rútuferðin tók um 2 tíma og útsýnið á leiðinni var stórkostlegt. Þetta var eins og að koma til annars lands. Landslagið er svo allt öðruvísi en ég er vön hérna heima í Emila-Romagna! Ég get ekki sagt að Gela sé fallegasta borg sem ég hef komið til, langt því frá. En ströndin er sú allra fallegasta sem ég hef séð, þó að ég sé nú reyndar enginn sérfræðingur.

Þessi vika var hreint út sagt yndisleg. Það var vaknað eldsnemma alla morgna og farið eldseint að sofa. Við heimsóttum alla skólanna í borginni og vorum með kynningar um AFS og löndin okkar. Það hljómar kannski ekki spennandi, en að svara spurningum krakkanna er frábær "icebreaker". Ekki það að þessir sikileysku krakkar þurfi eitthvað á "icebreker" að halda, þau eru svo rosalega opin.. og ágeng! Held að ég hafi aldrei kynnst fleirum á svona stuttum tíma, í frímínútunum vorum við hreinlega umkringdar, allir að snerta á mér hárið og að taka myndir af sér með okkur. Hrein kaos!
          En við gerðum nú marga aðra skemmtilega hluti. Það var farið á ströndina oft og mörgum sinnum, farið í fuglaskoðun(jibbí), grillað, farið á ansi mörg 'diskó, verslað, legið í sólbaði og farið í túrista+verslunarferð til Palermo, höfuðborgar Sikileyjar. Síðasta kvöldið var svo partý heima hjá Marie hinni dönsku, örlitlum svefni náð og svo haldið af stað í rútu til Catníu og svo með flugi aftur heim til Forlí.

          Munurinn á milli norðursins og suðursins hér er altalaður, en ég hafði ekki gert mér grein fyrir því fyrr hvað hann er í raun og veru mikill. Svona til að taka dæmi þá segja þeir sem búa í norðrinu að þeir sem búa í suðrinu tali bara mállýskur en ekki ítölsku, séu illagefnir, latir og þannig eftir götunum á meðan þeir í suðrinu segja að þeir í norðrinu séu kaldir í framkomu, vinni of mikið, séu alltaf að flýta sér og hugsi bara um peninga. Í raun og veru hafa báðir hóparnir rétt fyrir sér að nokkuru leiti. Í suðrinu er miklu meira atvinnuleysi, fátækt og þ.a.l. færri sem halda áfram að mennta sig, mállýskurnar eru mikið notaðar og þeir eru mun "hlýrri" en þeir í norðrinu sem vinna allt of mikið af mínu mati. Mér finnst alltaf allir hér vera hlaupandi, stressaðir og að drífa sig allann daginn, samt tók ég aldrei eftir þessu fyrr en að ég fór til Sikileyjar.
        Lífstílinn er því mjög ólíkur, og þó að afslöppunin og rólegheitin í suðrinu hljómi kannski ansi freistandi, þá er ég ánægð að búa hérna í elsku héraðinu mínu með parmreggiano-inn minn, piadinuna mína og skipulaginu mínu! Sikiley er fallegasti staður sem ég hef komið til, en ég var stundum að verða brjáluð á því hvað allt var lítið skipulagt, alltaf mikil kaos og allir seinir. Fínt í fríið.. en guð forði mér frá því að búa við þetta!

Ég reyni svo að vera duglegri að blogga þessa 100 daga sem ég á eftir hérna!

Kossar og knús.










Friday, March 4, 2011

Feneyjar

Í gær fór ég til Feneyja. - Nei, í gær stalst ég til Feneyja.

Samt með AFS. Það er búið að snjóa, tja eins og á Íslandi síðustu 3 daga og AFS Cesena hætti við að fara vegna "vonds veðurs". Ég sætti mig ekki við það og eftir nokkur símtöl var ég komin inn í Bologna hópinn og á leiðinni á Carnevale, en grey Cesena krakkarnir sátu eftir heima og fá vonandi aldrei að vita af þessari ferð minni.

Dagurinn byrjaði snemma. Vegna þess hverju mikið snjóaði daginn áður vorum við óviss með færð, enda alveg ósjálfbjarga og vetrardekkjalausir þessir Ítalir. Ég vaknaði kl. 5, og var búin að gera mig til þegar Davide(host-pabbi) sagði að það hefði ringt aðeins um nóttina og vegirnir væru færir, og ég þyrfti ekkert að drífa mig því að hann gæti keyrt mig. Eftir að hafa keypt lestarmiða báðar leiðar og fengið skínandi afslátt, lagði ég að stað með bros á vör í lest til Bologna að hitta hina skiptinemana.
          Lestarferðin var frekar óviðburðarík, eins og lestarferðir eiga að sér að vera, fyrir utan það að það settist þessi ítalski súkkulaðimoli hliðinna á mér og gerði sig líklegann til að byrja samræður, eins og gerist stundum í lestarferðum. En svo dró hann upp tissjú og byrjaði að snýta sér af miklum móð.. og ég sneri mér undan og skellti ipodnum í eyrun. Saga lífs míns.

Í Bologna var jólasnjókoma, en ekki jafn mikill snjór og í Forlí þar sem að var og er 70 cm dýpt. Ég veit að ég bað um snjó, en ég var að meina í desember.. hvar er vorið sem var í síðustu viku?
Þegar ég loksins fann krakkanna á Bologna tókust við miklir fagnaðarfundir, enda er ég ekki búin að hitta þau síðan í Ravenna! Ennþá meiri gleði ríkti svo á brautarpallinum þegar ég hitti loksins aftur krakkana síðan í Róm, en best var samt þegar að einhver dró mig og öskraði "hann er líka Íslendingur!". Þá var enginn annar en Jóhannes, fyrrum Túnisbúi, mættur á svæðið. Þvílík gleði!
Lestarferðin var löng, en leið hratt.. og auðvitað á íslensku!

Þegar við komum á Santa Lucia stöðina í Feneyjum var hellidemba, en mér finnst rigning passa vel við Feneyjar. Fer vel saman við sorglega andrúmsloftið í borginni, en ef ég væri borg að sökkva væri ég líka svoldið leið.  Eftir klukkutíma þramm frá lestarstöðinni að Piazza San Marco(Heilags Markúsar-Torg) og á leiðinni var endurnýjað kynnin við gamla vini og skipst(???) áskiptinemaslúðri, og auðvitað dáðst að þessarri ólýsanlegu borg.

Þetta sér maður þegar maður gengur útaf lestarstöðinni í Feneyjum!

         
Þegar komið var á torgið var okkur svo sleppt lausum, og eins og sannir skiptinemar með fullar töskum af heimasmurðum samlokum gerðum af ást frá host-mömmum okkar, héldum við í leit að skyndibitastað. Í þetta skipti varð Burger King fyrir valinu, þar sem ég lét plata mig í að fá mér einhvern risa Steakhouse borgara, þá er nú Ollarinn betri. Ég kann ekki einu sinni að borða svona flykki! Eftir óánægjulega máltíð (ég vissi að við hefðum átt að fara á McDonald's!) fundum við svo minjagripabúð þar sem keyptar voru grímur og fleiri minjagripir og drifum okkur svo í að finna leiðina til baka á torgið, sem tók nokkurn tíma en var nú ekkert leiðilegt með tilheyrandi myndatökum og fíflagangi, nema hjá mér sem nenni aldrei að taka upp myndavélina og sé svo alltaf eftir því.

       
Á torginu notuðum við svo restina af tímanum okkar í myndatökur með búningaklædda fólkinu og hvort öðru áður en við lögðum aftur af stað til baka í lestina og aftur til Bologna þar sem allir voru kvaddir með kossum og svo beið ég eftir lestinni minni til Forlí á stóru, óhugnarlegu lestarstöðinni í Bologna og barðist við að halda mér vakandi í lestinni.
         Þegar heim var komið náði Davide í mig, það hafði snjóað svo mikið að tré höfðu brotnað undar þunga snjósins, og við þurftum að fara heillanga krókaleið til að komast heim, en ég hló svo mikið af því að trén hefðu BROTNAÐ að ég sofnaði samt ekki.. ekki fyrr en í sögutíma daginn eftir!

Feneyjar eru allavega búnar að leysa Bologna og Flórens af hólmi sem uppáhaldsborgin mín, og ég ætla pottþétt aftur á Carnevale á næsta ári, og jafnvel bara í háskóla hérna!

Kossar og knús
-Eyrún




Ps. some of the photos are not mine, if you don't want your photo here just let me know and I'll remove it. :) Og myndirnar eru ekki í röð.